Vilja reisa minnisvarða um eldgosin á Heimaey og í Surtsey
21. október, 2020
Hraunkæling við Urðarveginn. Mynd Einar Pálsson.

Árið 2023 verða liðin 60 ár frá upphafi Surtseyjargossins og 50 ár frá upphafi Heimaeyjargossins. Þetta er tilefni tillögu átta þingmanna suðurkjördæmis til þingsályktunar um að reistur verði minnisvarði á Heimaey um eldgosin.
„Nokkrir stóratburðir í náttúru Íslands á liðinni öld lifa með þjóðinni og marka djúp spor í sögu aldarinnar; allt frá Kötlugosinu 1918 til mannskæðra snjóflóða fyrir vestan og austan undir aldarlok. Fáir atburðir hafa þó vakið meiri athygli á Íslandi utan lands en neðansjávargosið sem myndaði Surtsey og jarðeldarnir á Heimaey.

Til Surtseyjargossins sást fyrst 14. nóvember 1963 og stóð það til ársins 1967, án alvarlegra afleiðinga. Eldgosið myndaði um 3 km2 eyju; nýjan viðmiðunarpunkt landhelgi og síðar efnahagslögsögunnar. Surtsey er einna fremst meðal eldfjallaeyja á heimsminjaskrá UNESCO. Hún er þeirra yngst og einstæður vettvangur vísindamanna sem fylgjast með myndun móbergs úr gjósku og landnámi gróðurs og dýra á nýju, ónumdu landi og í sjó umhverfis eyjuna. Surtsey hefur verið vísindamönnum og vísindum vettvangur mikilvægra uppgötvana. Í eyjunni hefur einnig verið fylgst með framvindu strandrofs og ferlum rofmyndana á landi, einkum vindrofs. Surtsey hefur minnkað um nærri helming en það hægir smám saman á rofi og veðrun. Líklega verður Surtsey í aldanna rás, líkt og sumar stærri eyjar Vestmannaeyja eru nú orðnar, að sæbröttum móbergs- og hraunstandi með fallegum gróðurhatti.

Eldgosið á Heimaey braust út aðfaranótt 23. janúar 1973 og stóð í sex mánuði með hörmulegum afleiðingum fyrir byggðina sem þó rétti við eftir öflugar mótvægisaðgerðir og margvíslegt uppbyggingarstarf. Í upphafi Heimaeyjargossins skarst 2 km löng gossprunga í gegnum austasta hluta eyjarinnar, nánast í túnfæti byggðarinnar. Sprungan gaus hraunstrokum enda á milli og gjósku í sjó allra nyrst. Smám saman einangraðist gosvirknin við miðbik hennar og þar hlóðst upp ríflega 200 m hár gjósku- og hraungígur, Eldfell. Heimaey var 11,20 km2 að flatarmáli en að gosi loknu mældist hún 13,44 km2. Í eynni bjuggu um 5.000 manns og þurfti að flytja langflesta þeirra á brott eins fljótt og auðið var. Mögnuð barátta björgunarmanna og bæjaryfirvalda vakti heimsathygli. Saga hennar og reynslan af átökum við hraunflóð og gjóskufallið er um margt einstæð, einkum saga hinnar merkilegu hraunkælingar. Svipað gildir um hreinsun og endurreisn byggðar og atvinnulífs sem á sérstæðan sess í sögunni. Afrek þessa tíma mega ekki falla í gleymsku.
Árið 2023 verða 60 ár liðin frá Surtseyjargosinu og 50 ár frá Heimaeyjargosinu. Á meðan enn er fólk á lífi sem man vel þessa atburði báða telja flutningsmenn mikilvægt að þessara tímamóta verði minnst á veglegan hátt í Vestmannaeyjum sem og sögu eldsumbrotanna og samfélagsins.

Eins og þessi úrklippa úr Fréttum, þann 17. janúar 1989, sýnir eru þetta ekki fyrsta skiptið sem vilji vaknar til að reisa gosinu á Heimaey minnisvarða. Spurning hvort ekki megi nýta þessa hugmynd Sigmund.

Flutningsmenn leggja áherslu á að undirbúningsnefndinni verði gefið svigrúm til að safna hugmyndum og koma með tillögur sem ríma við atburðina og hvetji fólk til að heimsækja Vestmannaeyjar til að upplifa sögu samfélags þar, og náttúrunnar, á síðari hluta 20. aldar.

Nauðsynlegt er að undirbúningsnefndin hafi nægan tíma til undirbúnings, samráðs og vinnu sinnar. Gert er ráð fyrir að tillögur skuli liggja fyrir í árslok 2021 og að endanlegar tillögur verði mótaðar í upphafi árs 2022 og þær kynntar forsætisráðherra. Vonir standa til að minnismerki um eldgosin skapi sér sess í Vestmannaeyjum til frambúðar, verði þekkt kennileiti og áminning um þá atburði sem áttu sér stað og mótuðu sögu bæjarfélagsins,“ segir í greinagerð tillögunar.

Ályktunin felur í sér eftirfarandi:
a. Að fela undirbúningsnefnd að safna hugmyndum og gera tillögur að minnismerki til minningar um tímamótin og skulu þær liggja fyrir eigi síðar en í árslok 2021. Nefndin skal hafa samráð við stofnanir og samtök sem tengjast eldgosunum í Surtsey og Heimaey. Í undirbúningsnefnd skulu eiga sæti fimm fulltrúar og skal tilnefningu þeirra vera þannig háttað að þingflokkar minni hluta á Alþingi sammælist um tilnefningu á einum fulltrúa, þingflokkar meiri hluta á Alþingi sammælist um tvo fulltrúa, bæjarstjórn Vestmannaeyja tilnefni einn fulltrúa og forsætisráðherra einn fulltrúa sem jafnframt skal vera formaður nefndarinnar. Í upphafi árs 2022 móti undirbúningsnefndin endanlegar tillögur og kynni þær forsætisráðherra auk þess að annast frekari undirbúning fyrir uppsetningu minnisvarða árið 2023.
b. Að fela forsætisráðherra að sjá undirbúningsnefnd fyrir starfsaðstöðu og undirbúa tillögur um fjárframlög til verkefnisins 2020–2023.

Flutningsmenn tillögunnar eru Ásmundur Friðriksson, Páll Magnússon, Vilhjálmur Árnason, Ari Trausti Guðmundsson, Birgir Þórarinsson, Oddný G. Harðardóttir, Silja Dögg Gunnarsdóttir, Karl Gauti Hjaltason.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
4. tbl. 2025
4. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
viðburðir
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst