„Þverrandi lífsorka núverandi ríkisstjórnar fer nú öll í að viðhalda sjálfri sér. Á meðan flæðir undan fylgi hennar bæði hjá þingi og þjóð. Traust þjóðarinnar á forsætisráðherra og formanni Samfylkingarinnar var hrunið áður en hún gerðist ber að því að brjóta jafnréttislög – og ábyrgðinni á því reynir hún síðan að koma yfir á aðra eins og jafnan áður.“ Þetta kemur fram í ályktun sem samþykkt var á aðalfundi fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Vestmannaeyjum í gær en ályktunin má lesa í heild sinni hér að neðan.