Bæjarráð hefur lagt það til við Vegagerðina að fallið verði frá núverandi fyrirkomulagi afsláttarkjara fargjalda í Herjólf og tekið upp svipað kerfi og notað er í Hvalfjarðargöngin. Þannig myndu stórnotendur eiga kost á því að kaupa 10-, 40- og 100-ferða kort með stigauknum afslætti. 10-ferða afsláttakort myndi þannig kosta 5800 kr. og hver ferð því 580 kr. með 36% afslætti. 40-ferða kort myndi kosta 15.520 og hver ferð því 388 og afslátturinn 57% og 100-ferða kort myndi kosta 25.900 eða 259 kr. fyrir ferð með 71% afslætti. Miðað er við að afsláttarkjörin gildi um öll fargjöld og bíla.