Viljum láta verkin tala
12. júlí, 2024

segir Gunnþór B. Ingvason forstjóri Síldarvinnslunnar

Fyrirtækið er með gott fólk sem vinnur vel saman og leysir öll þau verkefni sem upp koma.

Síldarvinnslan hf. festi kaup á útgerðarfélaginu Bergi – Huginn í Vestmannaeyjum árið 2012 og vöktu þau kaup bæði umtal og athygli. Bergur – Huginn er rótgróið fyrirtæki en það var stofnað árið 1972. Seint á árinu 2020 festi Síldarvinnslan síðan kaup á útgerðarfélaginu Berg í gegnum Berg – Huginn. Skip þessara félaga eru tvö, systurskipin Vestmannaey og Bergur, og er útgerðarstjórn þeirra í Eyjum sameiginleg. Til að fræðast um starfsemi þessara félaga var Gunnþór B. Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar, tekinn tali.

         Bolfiskhlutinn efldur

Þegar Gunnþór er spurður að því hvers vegna Síldarvinnslan hafi fest kaup á Bergi – Huginn og síðar Berg er svarið skýrt og afdráttarlaust. “Síldarvinnslan festi kaup á félögunum í þeim tilgangi að styrkja bolfiskhluta fyrirtækisins og breikka þannig rekstrargrunninn. Á tímabili voru bolfiskheimildir Síldarvinnslunnar einungis 20% af heildinni en nú eru þær rúmlega 50%. Bergur – Huginn var sterkt og vel rekið félag og fjárfesting í því var verulega áhugaverð fyrir Síldarvinnsluna. Þegar Bergur var síðan keyptur var það eðlilegt skref til að styrkja bolfiskútgerðina frá Eyjum enn frekar.”

        Viðbrögð við kaupunum á Berg – Huginn

Þegar Síldarvinnslan festi kaup á Berg – Huginn á sínum tíma brugðust ýmsir Eyjamenn við með neikvæðum hætti og óttuðust mjög afleiðingar kaupanna. Talið var að verið væri að flytja fyrirtækið frá Eyjum. Um þetta segir Gunnþór eftirfarandi: “Yfirlýsingar sumra þegar kaupin voru að eiga sér stað voru afar sérstakar, umræðan var býsna hörð og úrtöluraddir heyrðust. Bæjarfélaginu var beitt í málinu og vann gegn kaupunum. Ég held að menn þar hafi talið að þeir væru að vinna vinnuna sína. Ég held að þau 12 ár sem liðin eru frá kaupunum á Berg – Huginn hljóti að duga til að svara þeirri umræðu sem þarna átti sér stað. Staðreyndin er sú að Bergur – Huginn og Bergur hafa eflst mjög eftir að Síldarvinnslan kom að málum. Meira hefur verið veitt en áður, heimildir hafa bæst við, skipin hafa verið endurnýjuð og reksturinn hefur gengið vel. Staðreyndin er sú að við erum ekkert mikið að velta okkur upp úr umræðunni hverjum sinni. Við viljum frekar láta verkin tala. Ef menn vilja er hægt að rifja upp þá umræðu sem átti sér stað í tengslum við kaupin á Berg – Huginn og þá er hægt að dæma um það hvort hún hafi verið sanngjörn.”

  Traustur rekstur og gott starfsfólk

Gunnþór var spurður að því hver staða Bergs – Hugins og Bergs væri nú og einnig var hann spurður um samstarfið við Eyjamenn. “Það lá fyrir þegar fest voru kaup á Berg – Huginn að þar var um að ræða vel rekið og afar traust fyrirtæki. Það var því í sjálfu sér ekki ástæða til að breyta miklu hvað reksturinn varðaði. Samstarfið við starfsfólk fyrirtækisins hefur verið mjög gott frá upphafi og starfsemin hefur  gengið vel. Það útgerðarmunstur sem hér um ræðir hentar vel í Eyjum. Við höfum í reyndinni byggt á öllum þessum þáttum ásamt því að endurnýja skipin, auka kvótann og festa kaup á Berg til að efla og treysta starfsemina.”

  Framtíðin

Þegar Gunnþór er spurður um framtíðina hvað varðar reksturinn í Eyjum leggur hann áherslu á að framtíðin líti vel út. “Við hjá Síldarvinnslunni teljum að útgerðin hér í Eyjum falli að framtíðarsýn fyrirtækisins. Vestmannaeyjar eru mikilvægur þáttur í bolfiskhluta Síldarvinnslusamstæðunnar  og kaupin á Vísi í Grindavík voru liður í að efla þann hluta enn frekar. Það er stöðugt verið að leita leiða til að gera hlutina betur og finna út hvernig framtíð rekstrarins verði best háttað. Það er vissulega nokkur áskorun að vera með starfsemi í Eyjum; samgöngur geta verið erfiðar og stundum erfitt að flytja afla upp á land. En að sama skapi vinnur nálægðin við miðin með Eyjum og það skiptir ekki litlu máli. Þá er einnig hið öfluga starfsfólk í Eyjum mikilvægur þáttur. Það er áskorun fyrir Síldarvinnsluna að vera með starfsstöðvar dreifaðar um landið en fyrirtækið er með gott fólk sem vinnur vel saman og leysir öll þau verkefni sem upp koma. Það er ekki síst þetta fólk sem gerir Síldarvinnslusamstæðuna að sterkri heild þó að starfsemin sé víða.”

Mynd Óskar Pétur:
Bergur VE og Vestmannaey VE hafa rótfiskað karfa undanfarið.

Grein:  Smári Geirsson.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
4. tbl. 2025
4. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
viðburðir
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst