Eva Dögg Davíðsdóttir, 15 ára, er fædd með bensín í blóðinu og á sér þann draum æðstan að eignast flotta bíla og öflug mótorhjól. Fyrsta skrefið á þeirri leið var skellinaðra sem hún keypti og fékk afhenta á þriðjudaginn. Pabbi hennar, Davíð Einarsson, er mjög sáttur við þennan áhuga dótturinnar og skráði hana strax í Drullusokkana sem er félag mótorhjólakappa í Eyjum.