�?g hef oft öfundað þá sem þora að stíga fram og játa einelti fyrir umheiminum. Hvort sem viðkomandi var þolandi eða gerandi. �?að vill enginn verða fyrir einelti né verða þess valdur að jafnvel eyðileggja líf annars einstaklings vegna fávisku sinnar og umburðarleysis. �?ví miður er það samt allt of algengt.
Árgangsmótið þar sem allt rifjaðist upp
Fyrir nokkru síðan fór ég að hugsa um söguna mína og hvernig ég gæti hætt að burðast með hana á bakinu, til þess þyrfti ég að koma henni frá mér svo ég gæti farið að líta fram á veginn. Sú ákvörðun hófst eftir árgangsmót sem ég fór á í haust. �?að árgangsmót byrjaði reyndar nokkuð vel en tók algera niðurdýfingu þegar gamall bekkjarfélagi minn ákvað að reyna að vera fyndinn og hellti bjór yfir mig alla. �?g varð auðvitað öll blaut og klístrug og ákvað að þarna myndi kvöldið enda hjá mér. Mér skilst að þetta hafi vera rosa fyndið hjá honum, fólk tók myndir á símann sinn og sendi svo á milli í Snapchat, bendandi og hlæjandi að blautu stelpukonunni.
En mannsheilinn er svo merkilegt fyrirbæri að við þessa einu gusu rifjaðist skyndilega upp fyrir mér allur grunnskólatíminn minn. �?að var eins maður sér í bíómyndum þar sem viðkomandi fær sýn aftur í tímann á örskotsstundu. Skyndilega mundi ég eftir afmælinu sem ég bauð í og það mætti ein stelpa. �?g mundi líka eftir vorinu í fyrsta bekk þegar ég var að ganga stolt heim með fangið fullt myndum sem ég hafði teiknað og öll verkefnin sem ég hafði unnið þann veturinn. Mjög ánægður stubbi, þar til mér var dýft í drullupoll, myndirnar ónýtar, fötin á floti og ég grenjandi á leiðinni heim.
�?g mundi líka eftir því þegar strákarnir í bekknum hentu mér inn í skot og sögðu mér að vera þar annars myndu þeir nauðga mér. �?g mundi líka eftir því þegar fjórar stelpur ákváðu að �??stríða�?? mér smá með því að taka sig saman og ljúga einhverri sögu um mig. �?g var að sjálfsögðu tekin á teppið hjá skólastjóranum og ég fékk mína refsingu. �?ær komu svo glottandi til mín og sögðu mér að þetta hefði verið gott á mig.
�?að versta við þetta allt saman er að ég man enn eftir sorgar- og vonleysissvipnum á mömmu yfir að gera allt sem í hennar valdi stóð til að sporna við þessu en ekkert gekk.
Einelti á fullorðinsárum, í sama skóla
En ég mundi einnig eftir fyrsta árinu mínu sem kennari. �?ar kom ég tvítug til starfa í sama skóla, ákveðin í að láta ekki drauga fortíðarinnar hafa áhrif á mig og líta framhjá þeim göngum og kennslustofum þar sem ég hafði verið niðurlægð, hrækt á og lítillækkuð. Full af eldmóði, áhuga og pínu spenningi yfir að vera að fara að vinna með sama fólkinu og kenndi mér sjálfri. �?etta varð ekki eins spennandi þegar ég mætti á jólamat kennara það árið. �?ar sátu allir spariklæddir á kennarastofunni að borða jólamatinn þegar skólastjórinn kemur og segir mér að það sé ekki pláss fyrir mig, ég geti bara sitið frammi á gangi ef ég vilji vera með. �?g sat þar ein með diskinn í fanginu þegar yndisleg frænka mín kemur og sest hjá mér til að halda mér félagsskap. �?etta hefði ekki verið svo slæmt og ég hefði sennilega ekki gefið þessu neinn sérstakan gaum nema vegna fyrri ára minni í skólanum. En ég er líka enn þann dag í dag þakklát frænku minni.
�?g get kannski þakkað þeim aðila sem hellti þessari minningargusu á mig fyrir að rifja þennan tíma upp með mér og eiga þátt í því að hafa gert mig að þeirri manneskju sem ég er í dag. Í dag hef ég starfað sem myndmennta �?? og textílkennari í tæp 13 ár og ég þakka Guði fyrir þá vitneskju og tæki sem við kennarar höfum í dag.
Grunnskólinn sem ég starfa í og Olweusaráætlunin
Grunnskólinn sem ég starfa í og gekk í sem barn starfar nú eftir Olweusar áætluninni og tel ég að það sé eitt besta framfararskef sem skólinn hefur stigið. �?g hef einnig fengið að kynnast skólanum sem foreldri og get með sannri sagt að tímarnir hafa breyst til hins betra. �?ví þegar sonur minn lenti í svipuðum aðstæðum í skólanum og ég gerði fyrir 20 árum síðan var ekki að sjá vonleysissvip hjá neinum af stjórnendum. Málin voru strax krufin, rædd, löguð og leyst. �?ökk sé Olweus og frábæru starfsfólki.
�?g vil með þessum skrifum minna á náungakærleikann og hvað orð og gjörðir geta haft mikil áhrif. Einelti gerist nefnilega ekki aðeins í skólum. Einelti getur birst alls staðar hvort sem það er í vinnunni, vinahópnum eða jafnvel innan fjölskyldunnar. Hlúum því vel hvert að öðru, stöndum saman og munum að brosa til persónunnar sem við hittum í dag, því allir sem við hittum heyja harða baráttu. Munum samt líka eftir að vera ánægð með persónuna sem við höfum að geyma. �?að er oft erfiðasta skrefið.
Megið þið eiga gleðiríkt og farsælt ár.
�?óra Gísladóttir,
myndmenntakennari