Landsliðsfyrirliðinn í knattspyrnu, Hermann Hreiðarsson, fór meiddur af leikvelli í fyrri hálfleik þegar lið hans Portsmouth tapaði gegn Manchester City í gær, 2:0, þegar liðin áttust við í ensku úrvalsdeildinni. Talið er að varnarmaðurinn öflugi verði frá keppni næstu tvær vikurnar af þessum sökum en það eru meiðsli í hásin á hægri fæti sem plaga kappann.