Lundavarp í Vestmannaeyjum lofar góðu og hefur ábúðin ekki verið meiri í fimm ár. �?tlitið er dekkra í Dyrhólaey og Ingólfshöfða. Í Papey er afkoman einnig slæm en þar fundust óvæntir íbúar. Ábúð er það hlutfall af holum sem orpið er í en egg er í þremur af hverjum fjórum holum í Vestmannaeyjum. Ábúðin hefur ekki mælst svona mikil síðan 2011. �?að er því útlit fyrir afkomu lunda í Vestmannaeyjum en hefur verið síðustu ár segir Erpur Snær Hansen fuglafræðingur. �??Eins og þetta lítur út núna þá er þetta mjög há ábúð sem er náttúrulega góðs viti. �?eir verpa líka snemma sem er ákveðin gæðavottun en þeir hafa verið mjög seint á ferðinni undanfarin 13 ár og eru á eðlilegum tíma í ár,�?? segir Erpur. Hann segir þó of snemmt að segja til um hvernig afkoman verður, það komi í ljós í ágúst. �?tlitið er ekki eins gott í Dyrhólaey og Ingólfshöfða en þar er engin viðkoma og segir Erpur að varpið stefni í að hverfa þar í ár.
Stormsvölur í Papey
�?á er viðkoman í Papey einnig slæm en þar fundu Erpur og félagar stormsvölur. �?að er minnsti sjófugl í Atlantshafi og tegund sem ekki hefur verið staðfest áður í Papey. �??Við veiddum sjö nýorpna kvenfugla. �?etta er staðfest varp hjá þessari tegund. �?etta er mjög sérstakur pínulítill sjófugl sem er aðeins á ferð á nóttunni.�??
Ruv.is greindi frá.