„Við vorum nýlega komnir á miðin, vorum búnir að toga í smástund, klukkutíma eða svo, þegar brunakerfið fór í gang,“ segir Gunnar Þór Friðriksson, skipstjóri á humarbátnum Maggý VE-108, en eldur kom upp í bátnum í morgun. Engan sakaði en Gunnar Þór segir rafkerfi og vélbúnað bátsins nokkuð skemmdan.