Í þar síðustu viku var árshátíð hjá unglingadeild Grunnskóla Vestmannaeyja sem segja má að hafi verið hálfgerð uppskeruhátíð smiðjudaga skólans sem voru frá þriðjudegi til fimmtudags sömu viku. Á þessum dögum fengu nemendur kost á því að velja sér eina smiðju og sinna fyrirfram ákveðnum verkefnum undir handleiðslu kennara.
Ein þessara smiðja var Fréttasmiðja og af gefnu tilefni fóru Eyjafréttir í samstarf með nemendum smiðjunnar sem í lok tímabilsins skiluðu inn stuttri samantekt um starf smiðjanna þar sem einnig kemur fram hvers konar skapgerð nemendur kunna að hafa. Einnig tóku þeir viðtöl við nokkra af samnemendum sínum eins og sjá má. Gaman var að sjá hversu vel tókst til hjá krökkunum og er ljóst að margir efnilegir fréttamenn eru þarna á ferð.
Árshátíðarsmiðja
Krakkarnir í árshátíðarsmiðjunni gegndu því hlutverki að skipuleggja árshátíðina, búa til skraut og hanna þema. �?eir héldu alveg utan um allt og skreyttu Höllina og lögðu á borð. Einnig voru kynnar árshátíðarinnar úr þeirra röðum. Ástæðan fyrir því að krakkarnir sóttust í það að fá að vera í þessari smiðju var sú að þá langaði til að taka þátt í að undirbúa bestu árshátíð í heimi. Týpurnar sem tóku þetta hlutverk að sér eru meðal annars krakkarnir sem hafa líklega fullkomnunaráráttu á góðan hátt og þeir sem taka ábyrgð.
Listasmiðja
Í listasmiðju voru krakkar sem hafa áhuga á list og lögðu allan sinn metnað að gera skólann að listaverki og skapa listaverk sem fanga athygli fólks. Krakkarnir þetta árið voru að vinna í því að gera matsalinn skrautlegan svo þegar þeir voru búnir að því þá fundu þeir miður skemmtilega staði til áhorfs og skreyttu þá með fallegri list.
Fréttasmiðja
Fréttasmiðjan bjó til Snapchat, Facebook síðu og smore.com fréttablað þar sem fram kom fullt af skemmtilegum og fyndnum upplýsingum um smiðjudaga bæði fyrir nemendur og kennara. Fréttasmiðjan gegndi einnig því hlutverki að skrifa þennan pistil í Eyjafréttir og að sýna frá öllum smiðjum á samfélagsmiðlum. Krakkarnir sem völdu fréttasmiðju eru frekar �??social�?� og eru ekki feimnir við það að tala og tjá sig.
Stuttmyndasmiðja
Í stuttmyndasmiðju voru gerðar stuttmyndir til að skemmta nemendum á árshátíðinni. Nemendur þurftu að gera handritin sjálf og ákveða hvernig þau ættu að fara að. �?ví næst tóku þeir myndina upp og klipptu hjá Evu tölvukennara. Krakkarnir notuðu m.a. Sony-vegas forrit og �??green-screen�?�. Krakkarnir voru mjög duglegir og áhugasamir. Keppt var síðan um bestu myndina á árshátíðinni.
Tækni- og iðnsmiðja
�?essi smiðja snerist um vísindi og tækni. �?eir sem völdu þessa smiðju fóru i heimsóknir til að fá fræðslu t.d. um það hvernig húsin i Eyjum væru hituð og hvernig varmadælur virka. Krakkarnir voru áhugasamir og gekk vel hjá þeim. �?eir heimsóttu m.a. Vélaverkstæðið �?ór, Eyjablikk, HS veitur og kyndistöðina. Afrakstur þeirra er að búa til heimildamynd um heimsóknirnar.
�?tvarpssmiðja
�?essi smiðja snerist um að hafa útvarp fyrir alla Vestmannaeyinga, fm 104,7, og að kynna hvað væri í gangi í opnu vikunni hjá skólanum. Smiðjan hófst á fundi með Geir Reynis og Sighvati en þeir sögðu krökkunum frá því hvað útvarp gengi út á og fórum við síðan í að skipuleggja dagskrána. Allt gekk mjög vel og allir skemmtu sér vel.
Matur og menning
Í þessari smiðju voru krakkarnir að elda og læra nýja hluti sem tengjast mat. �?au fengu gestakokkana, Einar Björn (Einsa Kalda) og Sigga á GOTT, til að kenna þeim öll trixin í eldhúsinu. Einar Björn kom á þriðjudeginum og kenndi krökkunum að gera súpu og brauð. Súpurnar voru m.a. aspassúpa, ítölsk kjúklingasúpa, graskerssúpa og sveppasúpa svo eitthvað sé nefnt. Siggi á GOTT kom svo á miðvikudeginum og kenndi krökkunum að gera sitt eigið pasta og auðvitað var kjúklingur með því. Fimmtudagurinn fór svo í að baka súkkulaðibitamúffur toppaðar með hvítu súkkulaði fyrir árshátíðina.
Hár- og snyrtismiðja
Í hár- og snyrtismiðju voru nemendur að læra um förðun og hvernig á að mála sig, þrífa húðina, vinna með hár svo eitthvað sé nefnt. Á þriðjudeginum fóru nemendur á Snyrtistofu Ágústu og á miðvikudeginum kom Sara Björk snyrtifræðingur og kenndi nytsama hluti. Hún sýndi m.a. hreinsun á húð, smokey- förðun og hvernig á að nota gerviaugnhár og mismunandi eye-liner. Einnig sýndi hún muninn á dag- og kvöldförðun.
Stúlkurnar fengu fræðslu um umhirðu hárs og húðar. Fræddust m.a. um hvernig hárið vex og hvað þarf að gera til að halda hárinu heilbrigðu og fallegu. Lærðu að kemba (lús), lærðu höfuðnudd og nudduðu hvor aðra, höfuð, háls og herðar. Síðasta daginn var fyrir/eftir myndataka og þær völdu sér þema til að vinna með. 80´og 90´s þemað voru vinsælust en fast á eftir kom hippa, bíómynda- og dragþema.