�??Social�?? og ekki feimnir við að tjá sig
3. mars, 2017
Í þar síðustu viku var árshátíð hjá unglingadeild Grunnskóla Vestmannaeyja sem segja má að hafi verið hálfgerð uppskeruhátíð smiðjudaga skólans sem voru frá þriðjudegi til fimmtudags sömu viku. Á þessum dögum fengu nemendur kost á því að velja sér eina smiðju og sinna fyrirfram ákveðnum verkefnum undir handleiðslu kennara.
Ein þessara smiðja var Fréttasmiðja og af gefnu tilefni fóru Eyjafréttir í samstarf með nemendum smiðjunnar sem í lok tímabilsins skiluðu inn stuttri samantekt um starf smiðjanna þar sem einnig kemur fram hvers konar skapgerð nemendur kunna að hafa. Einnig tóku þeir viðtöl við nokkra af samnemendum sínum eins og sjá má. Gaman var að sjá hversu vel tókst til hjá krökkunum og er ljóst að margir efnilegir fréttamenn eru þarna á ferð.
Árshátíðarsmiðja
Krakkarnir í árshátíðarsmiðjunni gegndu því hlutverki að skipuleggja árshátíðina, búa til skraut og hanna þema. �?eir héldu alveg utan um allt og skreyttu Höllina og lögðu á borð. Einnig voru kynnar árshátíðarinnar úr þeirra röðum. Ástæðan fyrir því að krakkarnir sóttust í það að fá að vera í þessari smiðju var sú að þá langaði til að taka þátt í að undirbúa bestu árshátíð í heimi. Týpurnar sem tóku þetta hlutverk að sér eru meðal annars krakkarnir sem hafa líklega fullkomnunaráráttu á góðan hátt og þeir sem taka ábyrgð.
Listasmiðja
Í listasmiðju voru krakkar sem hafa áhuga á list og lögðu allan sinn metnað að gera skólann að listaverki og skapa listaverk sem fanga athygli fólks. Krakkarnir þetta árið voru að vinna í því að gera matsalinn skrautlegan svo þegar þeir voru búnir að því þá fundu þeir miður skemmtilega staði til áhorfs og skreyttu þá með fallegri list.
Fréttasmiðja
Fréttasmiðjan bjó til Snapchat, Facebook síðu og smore.com fréttablað þar sem fram kom fullt af skemmtilegum og fyndnum upplýsingum um smiðjudaga bæði fyrir nemendur og kennara. Fréttasmiðjan gegndi einnig því hlutverki að skrifa þennan pistil í Eyjafréttir og að sýna frá öllum smiðjum á samfélagsmiðlum. Krakkarnir sem völdu fréttasmiðju eru frekar �??social�?� og eru ekki feimnir við það að tala og tjá sig.
Stuttmyndasmiðja
Í stuttmyndasmiðju voru gerðar stuttmyndir til að skemmta nemendum á árshátíðinni. Nemendur þurftu að gera handritin sjálf og ákveða hvernig þau ættu að fara að. �?ví næst tóku þeir myndina upp og klipptu hjá Evu tölvukennara. Krakkarnir notuðu m.a. Sony-vegas forrit og �??green-screen�?�. Krakkarnir voru mjög duglegir og áhugasamir. Keppt var síðan um bestu myndina á árshátíðinni.
Tækni- og iðnsmiðja
�?essi smiðja snerist um vísindi og tækni. �?eir sem völdu þessa smiðju fóru i heimsóknir til að fá fræðslu t.d. um það hvernig húsin i Eyjum væru hituð og hvernig varmadælur virka. Krakkarnir voru áhugasamir og gekk vel hjá þeim. �?eir heimsóttu m.a. Vélaverkstæðið �?ór, Eyjablikk, HS veitur og kyndistöðina. Afrakstur þeirra er að búa til heimildamynd um heimsóknirnar.
�?tvarpssmiðja
�?essi smiðja snerist um að hafa útvarp fyrir alla Vestmannaeyinga, fm 104,7, og að kynna hvað væri í gangi í opnu vikunni hjá skólanum. Smiðjan hófst á fundi með Geir Reynis og Sighvati en þeir sögðu krökkunum frá því hvað útvarp gengi út á og fórum við síðan í að skipuleggja dagskrána. Allt gekk mjög vel og allir skemmtu sér vel.
Matur og menning
Í þessari smiðju voru krakkarnir að elda og læra nýja hluti sem tengjast mat. �?au fengu gestakokkana, Einar Björn (Einsa Kalda) og Sigga á GOTT, til að kenna þeim öll trixin í eldhúsinu. Einar Björn kom á þriðjudeginum og kenndi krökkunum að gera súpu og brauð. Súpurnar voru m.a. aspassúpa, ítölsk kjúklingasúpa, graskerssúpa og sveppasúpa svo eitthvað sé nefnt. Siggi á GOTT kom svo á miðvikudeginum og kenndi krökkunum að gera sitt eigið pasta og auðvitað var kjúklingur með því. Fimmtudagurinn fór svo í að baka súkkulaðibitamúffur toppaðar með hvítu súkkulaði fyrir árshátíðina.
Hár- og snyrtismiðja
Í hár- og snyrtismiðju voru nemendur að læra um förðun og hvernig á að mála sig, þrífa húðina, vinna með hár svo eitthvað sé nefnt. Á þriðjudeginum fóru nemendur á Snyrtistofu Ágústu og á miðvikudeginum kom Sara Björk snyrtifræðingur og kenndi nytsama hluti. Hún sýndi m.a. hreinsun á húð, smokey- förðun og hvernig á að nota gerviaugnhár og mismunandi eye-liner. Einnig sýndi hún muninn á dag- og kvöldförðun.
Stúlkurnar fengu fræðslu um umhirðu hárs og húðar. Fræddust m.a. um hvernig hárið vex og hvað þarf að gera til að halda hárinu heilbrigðu og fallegu. Lærðu að kemba (lús), lærðu höfuðnudd og nudduðu hvor aðra, höfuð, háls og herðar. Síðasta daginn var fyrir/eftir myndataka og þær völdu sér þema til að vinna með. 80´og 90´s þemað voru vinsælust en fast á eftir kom hippa, bíómynda- og dragþema.
Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
6. tbl. 2025
6. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.