Heppinn miðaeigandi var einn með allar tölur réttar í Lottó útdrætti kvöldsins og fær hann rúmar 9,6 milljónir króna í vinning. Miðinn var keyptur í Bensínsölunni Kletti í Vestmannaeyjum.
Sex skiptu með sér bónusvinningnum og fær hver þeirra 73.900 kr. Tveir miðanna voru keyptir í Lottó-appinu, þrír eru í áskrift og einn var keyptur í Sbarro á Akranesi.
Enginn var með 1. vinning í Jóker útdrættinum en fjórir miðahafar voru með 2. vinning og fær hver þeirra 100 þúsund krónur. Miðarnir voru keyptir í Lottó-appinu, Shellskálanum í Hveragerði, lotto.is og einn er í áskrift, að því er segir í tilkynningu frá Íslenskri getspá.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst