10-0!
25. júní, 2007

�?rír stærstu sigrar ÍBV fram að þessu komu allir á því herrans ári 1976, 11-0 gegn Selfossi, 8-0 gegn ÍBÍ og 8-0 gegn Reyni Árskógsströnd, allt í B-deild.

Leikurinn í kvöld var hrein skemmtun fyrir áhorfendur á Hásteinsvellinum og allar aðstæður voru eins og best verður á kosið, hæg gola, sól, hlýtt, frábær völlur og enn betri leikur hjá Eyjamönnum. Munurinn á þessum tveimur liðum var mikill í þessum leik, Eyjamenn léku eins og lið í úrvalsdeildarklassa á meðan Reynismenn, sem komu upp úr 2. deild síðasta sumar, léku í þeim klassa. �?ví eru þau tvö stig sem töpuðust gegn þeim í upphafi Íslandsmótsins enn sárarir fyrir vikið.

Veislan hófst strax í upphafi en Eyjamenn mættu mjög ákveðnir til leiks, ákveðnir í að sýna gestunum hvort liði væri betra. Of langt mál væri að telja upp allan þann fjölda færa sem Eyjamenn fengu en sóknarleikur ÍBV var afbragðsgóður auk þess sem liðið fékk ekki á sig mark, sjöunda leikinn í röð. �?að voru einmitt Reynismenn sem skoruðu síðast gegn ÍBV í Íslandsmótinu.

Stefán Björn Hauksson skoraði fjögur mörk í leiknum en þetta eru jafnframt fyrstu mörk hans fyrir félagið. �?á skoraði Atli Heimisson tvö, Bjarni Hólm Aðalsteinsson, Andrew Mwesigwa, Matt Garner, Ingi Rafn Ingibergsson eitt mark hver.

�?ar með er ÍBV komið í 16 liða úrslit keppninnar en þá koma úrvalsdeildarliðin sex inn. Hinir fimm leikirnir í 32ja liða úrslitum fara svo fram á morgun, þriðjudag.

Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst