100 manns vinna í loðnu hjá Vinnslustöðinni
24. febrúar, 2010
Sighvatur VE og Kap VE 4 lönduðu samanlagt um 2000 tonnum hjá Vinnslustöðinni á mánudag. „Við erum búin að vinna loðnuna til iðnaðarframleiðslu en það er líka unnið í saltfiski og ferskum fiski,“ sagði Þór Vilhjálmsson, starfsmannastjóri þegar rætt var við hann á miðvikudag. „Við erum með 35 til 40 manns í bolfiski meðfram loðnuvinnslunni og ætli það komi ekki um hundrað manns að loðnuvinnslunni þegar hún er í gangi og allt er talið.“
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst