Sumarstúlkukeppnin 2011 verður haldin 28. maí næstkomandi í Höllinni. Alls taka fjórtán Eyjastúlkur þátt í keppninni í ár, allar fæddar 1993 en Hjördís Elsa Guðlaugsdóttir er sem fyrr framkvæmdastjóri keppninnar sem nú er haldin í 24. sinn. Stúlkurnar fjórtán má sjá á myndinni hér að ofan en sérstök kynning á þeim verður í næsta tölublaði Frétta sem kemur út fimmtudaginn 19. maí.