Líf og fjör var á 17. júní gleðinni á Stakkagerðistúni fyrr í dag. Gangan hófst kl 13:30 við íþróttahúsið og leiddi göngnuna lögreglan, skátarnir og lúðrasveit Vestmannaeyja.
Sigursveinn �?órðarson varabæjarfulltrúi setti hátíðina og flutti hátíðarræðu. Fjallkonan sem var Dröfn Haraldsdóttir flutti hátíðarljóð. Annað á dagskrá var að veitt voru umhverfisverðlaun Vestmannaeyja 2016, ávarp nýstúdents sem var í höndum Kristínar Eddu Valsdóttur, fimleikasýning hjá fimleikafélaginu Rán og síðan en ekki síst var tónlistaratriði frá Sindra Frey Guðjónssyni og Molunum. Veðrið var uppá sitt besta og virtust allir skemmta sér vel.