Tæplega tveggja mánaða bið Eyjamanna eftir endanlegri niðurstöðu úr Pisa-könnuninni lauk í dag. Hún var þó ekki alveg eins og við var að búast því af þeim 55 nemendum sem tóku prófið voru aðeins niðurstöður 36 nemenda notaðar – niðurstöður 19 nemenda vantaði. Framkvæmdastjóri fjölskyldu og fræðslusviðs hjá Vestmannaeyjabæ segist hafa orðið kjaftstopp þegar hann sá þetta í dag.
Ruv.is greindi frá.
Pisa-könnunin og framkvæmd hennar hefur verið nokkuð umdeild en niðurstöður hennar sýndu að Ísland væri undir meðaltali OECD-ríkja í þremur helstu þáttunum. Og að færni nemenda í 10. bekk í náttúrufræði, stærðfræði og lestri hefði hrakað frá árinu 2006.
Eyjamenn segjast hafa beðið eftir endanlegum niðurstöðum úr Pisa-könnuninni í tæpa tvo mánuði. Í gær samþykkti fræðsluráð bæjarins nokkuð harðorða bókun þar sem Menntamálastofnun var gagnrýnd. Bærinn hefði fengið niðurstöður með röngum fjölda nemenda og ítrekað óskað eftir skýringum.
�??Könnunin tekur tíma frá hefðbundnu skólastarfi og umræða um almennar niðurstöður PISA á landsvísu valda oft sterkum viðbrögðum sem eru þá skólastarfi fremur til truflunar en til uppbyggingar skólastarfs og skólaþróunar ef slík vinnubrögð með niðurstöður einstakra sveitarfélaga eru viðhöfð,�?? segir í bókun ráðsins.
En niðurstöðurnar komu svo í dag og þær virðast hafa vakið upp fleiri spurningar en svör ef marka má viðbrögð Jóns Péturssonar, framkvæmdastjóra fjölskyldu og velferðarsviðs. �??�?að eru 72 nemendur í þessum árgangi. Tíu fengu undanþágu og það ætluðu því 62 að taka prófið,�?? útskýrir Jón.
Vegna veðurs gekk illa að leggja prófið fyrir nemendur og þegar það tókst loksins í þriðju tilraun mættu 55 nemendur. �??En það voru bara notaðar niðurstöður hjá 36 nemendum. �?að vantar niðurstöður hjá 19 nemendum og maður hlýtur þá að setja spurningarmerki við af hverju við eigum að taka þátt �?? segir Jón. �??�?g varð eiginlega kjaftstopp þegar ég sá þetta í dag,�?? bætir hann við.
Jón segir að skýringar Menntamálastofnunar á þessu hafi verið þær að einhver vandamál hefðu verið með skrárnar sem vistuðu prófniðurstöður fyrir 19 þátttakendur og því hefðu aðeins 36 gild svör úr skólanum ratað í alþjóðlega gagnagrunninn. �?etta væru því tæknilegar ástæður sem tengdust á engan hátt fyrirlögn á prófinu né framkvæmdinni hér á landi.