Nokkur erill var hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum í nótt þar sem nú stendur yfir þjóðhátíð. Þrír gistu fangageymslur og tilkynnt var um tvær minniháttar árásir. Lögreglan segir helgina að mestu hafa gengið vel og hafa verið óvenju tíðindalitla miðað við fyrri Verslunarmannahelgar. Nokkuð hvasst var í Eyjum undir morgun en lögreglan segir veðrið þó ekki hafa valdið vandræðum. Talið er að hátt í níu þúsund manns séu á þjóðhátíð en í gærkvöldi var flugeldasýning og í kvöld stýrir svo Árni Johnsen brekkusöng.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst