Í kampavínspartýi með plebbum í Austurríki
10. ágúst, 2007

Undirbúningstímabilið er loksins búið. Fyrsti leikurinn okkar er um helgina. Og það er enginn smá leikur.
Við spilum við Hamborg sem eru erkióvinir okkar Hannover manna hérna í borginni. Það er löngu uppselt á leikinn og allir þvílíkt spenntir, bæði leikmenn og stuðningsmenn.
Hluti af spennunni skapast af því að okkur er búið að ganga vel í æfingaleikjum undanfarið og því talsverðar væntingar gerðar til okkar. Og við erum staðráðnir í að byrja vel.

Það eru allir búnir að taka vel á því á undirbúningstímabilinu sem stóð yfir í einn og hálfan mánuð. Og þótt æfingarnar hafi á köflum verið alveg ótrúlega erfiðar þá er gott að geta æft með liðinu og komið sér í form eftir meiðslin sem hrjáðu mig allt síðasta tímabil.

Eftir nokkra vikna æfingar hér í þýskalandi héldum við svo til Austurríkis í æfingabúðir. Þegar við komum þangað var eins og maður hefði verið kýldur í andlitið því það var hitabylgja í landinu.
Stundum fór hitinn upp í 48 gráður á meðan við vorum að æfa. Það erfitt að fara út í sjoppu í þannig hita, hvað þá að taka á því á fótboltaæfingu með 25 atvinnumönnum. Það lá við að maður þurfti að hlaupa með vatnskútinn á bakinu.

Síðaðasta kvöldið okkar í Austurríki var okkur strákunum í liðinu boðið í eitthvað rosalegasta partí sem ég hef komið í. Þetta var á svona stað þar sem allt ríka og fræga fólkið í Þýskalandi, Austurríki og Sviss skemmtir sér. Í partíinu áttu allir að vera klæddir í hvítt frá toppi til táar og svo var bara sopið á kampavíni allt kvöldið. Þótt að það hafi verið rosa mikið af plebbum þarna sem áttu allt of mikið af mikinn pening skemmtum við strákarnir okkur vel.

Ég kláraði svo undirbúningstímabilið með stæl þegar ég skoraði með fyrstu senertingunni minni á móti Real Madrid fyrir framan 50.þús manns. Allt erfiðið í hitanum undanfarnar vikur varð skyndilega algjörlega þess virði.

Nú vona ég bara að ég fái tækifærið í leiknum um helgina. Svo ég geti sýnt hvað í mér býr.

Þangað til næst,
Gunnar Heiðar

http://blogg.visir.is/gunnarheidar 

 

Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst