Eyjar.net heldur áfram að heyra í valinkunnum Eyjamönnum varðandi hvaða möguleika þeir sjá í stöðunni með söluhagnaðinn af Hitaveitu Suðurnesja.
Að þessu sinni heyrðum við í Örvari Guðna Arnarssyni viðskiptafræðingi og starfsmanni Glitnis og fengum að heyra hvað hann leggur til.
Spurningin er sú sama og áður:
Ef þú værir bæjarstjórnin hvað myndirðu leggja til að gert yrði við þessa 3.6 milljarða ?
Þetta er einfalt svar að mínu mati. Bæjarstjórnin á að nota allan ágóðan í að lækka skuldir og á sama tíma lækka útsvar á bæjarbúa. Bæjarfulltrúar þurfa sífellt aðhald og lækkun fjármagnskostnaðar mun líklegast skila sér í aukningu rekstrarkostnaðar þegar fram líða stundir.
Hitaveita Suðurnesja mun líklegast ekki greiða háar arðgreiðslur næstu ár vegna framkvæmda og því hefði bærinn ekki fengið mikið fjármagn frá HS fjárfestingunni til að létta á rekstri bæjarins. Þar með hljóta rekstraráætlanir næstu ára að gera ráð fyrir háum fjármagnskostnaði og á sama tíma jákvæðri rekstrarniðurstöðu. Mikilvægt að bæjarfulltrúar fái ekki of mikið svigrúm til að eyða fé í vitleysu eins og oft á við um sveitarfélög að mínu mati.
Þetta er mín skoðun. Og hvaða vitleysa er það að hafa ekki reikninga Vestmannaeyjabæjar á heimasíðu bæjarins.
Eyjar.net þakkar Örvari kærlega fyrir að gefa sér tíma og svara spurningunni.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst