Í kvöld verða afmælistónleikar KB Banka á Laugardalsvelli og hafa þeir KB Banka menn fengið Einar Bárðarson til að skipuleggja veisluna. Einar hefur fengið til sín stóran hóp tónlistarmanna og má búast við troðfullum Laugardalsvelli í kvöld.
Á þessum tónleikum mun sönghópurinn Luxor koma í fyrsta skiptið fram og syngja opinberlega. Einn meðlima Luxor er Rúnar Kristinn Rúnarsson eyjapeyi og geta eyjamenn og konur fylgst með honum í kvöld í beinni útsendingu á Rúv og útsendingin byrjar 20:05.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst