Það var rétt yfir 18:00 í dag sem Álsey VE 2 lagðist að bryggju í Vestmannaeyjum. Álsey er nýtt skip í eigu Ísfélags Vestmannaeyja, skipið er smíðað í Noregi 1987 og er ca 66 metra að lengd og ca 13 að breidd.
Skipstjóri á Álsey er Ólafur Á. Einarsson og mun skipið fljótlega halda til veiða.
Álsey VE 2 verður til sýnis frá klukkan 14:00 – 16:00 á morgun sunnudag fyrir almenning.
http://www.eyjar.net/ óskar Ísfélaginu, skiptstjóra, áhöfn og eyjamönnum til hamingju með nýja skipið.
Myndir af komu Álseyjar: http://eyjar.net/?p=300&gal=26826
Ljósmyndari er Kristinn Sigurðsson
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst