Lið ÍBV vermir nú 4.sæti 1.deildar með 35 stig eftir glæsilegan útisigur í kvöld á móti Njarðvík. Enn er von fyrir ÍBV að komast upp í úrvalsdeild en liðið er 3 stigum á eftir Fjölnismönnum en Fjölnir á leik til góða.
Það var einungis eftir 10 mínútna leik í kvöld að Ian Jeffs skoraði fyrsta mark ÍBV en Ian Jeffs hefur spilað frábærlega í sumar frá því að hann kom á láni frá Svíþjóð. Á 55 mínútu var það svo Ingi Rafn sem kom ÍBV í 0-3. Andri Ólafsson skoraði svo þriðja mark ÍBV í leiknum á 78 mínútu. Undir lok leiksins náðu svo Njarðvíkingar að setja eitt mark.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst