Skáksveit Grunnskóla Vestmanneyja sigraði danska sveit 3-1 í 3. umferð Norðurlandamóts barnaskólasveita sem fram fór í Örsundsbro í Danmörku í dag. Nökkvi Sverrisson, Sindri Freyr Guðjónsson og Hallgrímur Júlíusson unnu sínar skákir en Alexander Gautason tapaði. Sindri hefur sigrað í öllum skákum! Eyjamenn eru nú í öðru sæti í flokknum með 8 vinninga en mótinu líkur á morgun með 4. og 5. umferð.
Grunnskóli Vestmannaeyja – Jetsmark (Danmörk) 3-1
Staðan:
Skáksveit Grunnskóla Vestmannaeyja:
Liðstjóri er Helgi Ólafsson.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst