Stefán Már Stefánsson úr GR lék best allra á fyrsta hringum á Kaupþingsmótaröðinni í Vestmannaeyjum í dag. Hann lék á 68 höggum eða 2 höggum undir pari vallar en Sigurþór Jónson úr GK og Sigurður Pétursson úr GR léku á pari vallar eða 70 höggum. Stefán var í 18. sæti stigalistans á Kaupþingsmótaröðinni fyrir mótið en hann fékk þrjá fugla og einn skolla í dag. Aðstæður voru fínar í Eyjum en keppni lýkur á morgun.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst