Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur farið af stað með herferð til þess að bæta ástandið í miðbæ Reykjavíkur um helgar. Karlmenn hafa verið handteknir fyrir að kasta af sér þvagi utandyra og einstaklingar handteknir fyrir að kasta rusli en þessir einstaklingar hafa verið handteknir útfrá lögreglusamþykktum Reykjavíkur
www.eyjar.net skoðaði hvað væri áhugavert í lögreglusamþykkt Vestmannaeyjabæjar:
I. KAFLI
– Um reglur og velsæmi á almannafæri
2. gr.
Þegar fjölmenni safnast saman á almannafæri, þar á meðal við dyr kirkna, sölubúða, leikhúsa eða annarra samkomuhúsa eða annars staðar, þar sem almenningur kemur saman, skal fólk raða sér þannig, að þeir sem fyrstir koma fái fyrstir afgreiðslu, og haga sér í öllu eftir þeim fyrirmælum sem lögreglan eða umsjónarmaður setur, til að viðhalda góðri reglu.
3. gr.
Bannað er að raska næturró manna að óþörfu. Enginn má að ástæðulausu berja á dyr eða glugga, hringja dyrabjöllu eða í síma eða hafast neitt það að, sem valdið getur ónæði eða ótta.
4. gr.
Á almannafæri má ekki fljúgast á, æpa eða hafa í frammi annan hávaða, sem veldur ónæði eða raskar allsherjarreglu.
6. gr.
Bannað er að kasta snjókúlum, grjóti eða öðru því, sem valdið getur vegfarendum tjóni eða óþægindum. Eigi má kveikja í sprengiefnum á almannafæri, né bera þar logandi blys eða kyndla, nema með leyfi lögreglustjóra. Öll meðferð og notkun hvellsprengja er bönnuð.
9. gr.
Hver sá, sem staddur er á almannafæri, er skyldur að segja til nafns síns og heimilis, þegar lögreglan krefst þess.
II. KAFLI
Ákvarðanir til að afstýra tálmunum og hættum fyrir umferðina
13. gr.
Gangstéttir meðfram götum og gangstígar eru eingöngu ætlaðir gangandi mönnum. Um þær má ekki fara á reiðhjóli eða flytja eftir þeim neitt það, sem vegfarendum getur stafað hætta eða truflun af.
17. gr.
Ekki má fleygja á almannafæri neinu því, sem er til óþrifa eða getur valdið vegfarendum hættu. Umráðamenn og eigendur lóða eða lenda skulu gæta þess, að á þeim safnist eigi fyrir neitt það, sem fokið getur og valdið tjóni eða er til óþrifnaðar eða lýta fyrir umhverfið. Eigi má hafa á opnum svæðum óbyrgða brunna, safnþrær, skúra eða forir, sem börnum eða öðrum vegfarendum getur stafað hætta af.
VI. KAFLI.
Um friðun almenningseigna o.fl.
40. gr.
Enginn má skemma girðingar eða klifra yfir þær eða upp um þær. Óheimilt er að troða eða spilla á annan hátt ræktuðum blettum, túnum, matjurtagörðum eða skrúðgörðum manna, hvort sem er girt eða ógirt. Ekki má heldur skemma plöntur eða nokkuð annað á grasreitum manna.
Lögreglusamþykktin í heild sinni
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst