Átakaveður var í Vestmannaeyjum á laugardag, svo slæmt var veðrið að flotbaujann við sem liggur við Skansinn losnaði og liggur á þurru í skansfjörunni. Sjófarendur þurfa ei að óttast því lýsing frá Listaverki Gríms Marinó lýsir þeim veginn.
Þó svo komið sé í miðjan september eru lundapysjurnar enn að enda, krökkum til mikillar og gleði og eru pysjurnar óvenjulengi á ferli í ár, þessar ungu dömur voru einmitt á leiðinni inn á Eiði að sleppa þessum tveimur vel gerðu pysjum.
Vestmannaeyingum fjölgaði um 2 um helgina þegar tvær andanefju komu sér vel fyrir í Friðarhöfn og ekki var annað að sjá en að þær hafi unað sér vel þar.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst