Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt karlmann og konu í skilorðsbundið fangelsi og til að greiða sekt. Fólkið faldi rúm 10 grömm af amfetamíni, tæp 3 grömm af hassi, 1 gramm af maríjúana og 4 skammta af LSD í kaffipakka og pakkaði inn ásamt harðfiski og sælgæti og sendu til Vestmannaeyja með flugvél frá Reykjavík.Pakkinn var stílaður á frænku konunnar í Eyjum en lögreglan lagði hald á pakkann þegar konan sótti pakkann til systur sinnar.
Þetta gerðist í apríl í vor. Maðurinn var einnig fundinn sekur um að hafa ekið bíl undir áhrifum fíkniefna daginn eftir að þetta gerðist.
Bæði konan og maðurinn hafa áður hlotið dóma fyrir fíkniefnabrot. Konan var raunar dæmd í 3 mánaða skilorðsbundið fangelsi í mars sl. fyrir slíkt brot. Hún var nú dæmd í 4 mánaða skilorðsbundið fangelsi en maðurinn í 2 mánaða skilorðsbundið fangelsi og til að greiða 80 þúsund króna sekt.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst