Nýlega festi ljósa- og hljóðkerfaleigan Span kaup á fasteign í Vestmannaeyjum með þeim tilgangi að opna hér fullkomið upptökuver (stúdíó), www.eyjar.net er að sjálfsögðu komið í málið og mun birta viðtal við þessa frumkvöðla sem standa að þessu krefjandi verkefni.
Upptökuverið mun án efa vera vítamínsprauta fyrir tónlistarfólk í Vestmannaeyjum og gefa þeim fjölmörgu efnilegu tónlistamönnum sem koma frá Eyjum tækifæri til að koma sínu efni á frekara framfæri.
Árni Óli Ólafsson er framkvæmdastjóri ljósa -og hljóðkerfaleigunni Span og mun viðtal við hann birtast snemma mánudagsmorguns á eyjar.net
Eyjar.net finnst þetta frábært og lofsvert framtak og vonar svo sannarlega að þetta gangi upp hjá þeim.
Hvað finnst þér um málið ? Segðu okkur þína skoðun á spjallinu okkar .
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst