Það verður að nýta sérkenni eyjanna og þá gífurlegu náttúrufegurð sem þær hafa upp á að bjóða.
26. september, 2007

www.eyjar.net heldur áfram að heyra í brottfluttum eyjamönnum bæði innanlands sem og erlendis með þeim tilgangi að fá að vita hvar þau eru stödd í lífinu og hvaða viðhorft þau hafa til Vestmannaeyja.

Að þessu sinni heyrðum við í Agli Þorvarðarsyni, en hann vinnur sem lögfræðingur hjá Baugi Group á Íslandi.

Nafn:
Egill Þorvarðarson (1978)

Fjölskylduhagir:
Er giftur Hrefnu Kristínu Jónsdóttur. Saman eigum við son, Tristan Elí, auk þess sem annað barn er á leiðinni nú í október.

Atvinna og menntun:
Lögfræðingur frá Lagadeild Háskóla Íslands. Er auk þess með réttindi sem héraðsdómslögmaður. Starfa nú hjá Baugi Group hf. sem lögfræðingur félagsins á Íslandi.

Búseta:
Reykjavík. Vesturbærinn, rétt við Frostaskjól.

Mottó:
Carpe diem.

Ferðu oft til Eyja ?
Ferðunum hefur fækkað mjög undanfarin ár. Nú er svo komið að aðeins er um að ræða jafnvel eina ferð á ári, þá á Þjóðhátíð.
  
Telurðu það hafa mótað þig sem einstakling að hafa alist upp í eyjum?
Að sjálfsögðu. Frelsið sem í því fólst að geta valsað um hálfpartinn sjálfala um alla eyju kenndi mér að bera ábyrgð á sjálfum mér og því sem ég tek mér fyrir hendur.

Tenging við eyjarnar í dag:
Tveir bræður mömmu búa í Eyjum, auk þess sem þar eru vinir og kunningjar.

Fylgistu með því sem er að gerast í eyjum ?
Já ég skoða reglulega fréttavefi sem gerðir eru út frá Eyjum.

Hvernig finnst þér staða Vestmannaeyja í dag?
Hef ekki mikið velt henni fyrir mér, en sýnist vera uppgangur eftir lægð síðastliðinna ára.

Hvar finnst þér sóknarfærin liggja fyrir Vestmannaeyjar ?
Ég held að ferðamennska hljóti þar að spila stórt hlutverk. Þar verður að nýta sérkenni eyjanna og þá gífurlegu náttúrufegurð sem þær hafa upp á að bjóða. Uppgröfturinn við Eldfell held ég að hljóti ennfremur að vekja áhuga erlendra ferðamanna sem íslenskra. Ég er ekki hlynntur því að ríkið hlaupi undir bagga með sveitarfélögum á landsbyggðinni með því að flytja ríkisfyrirtæki til þeirra. Vandann verður að leysa á staðnum og nýta þau tækifæri sem þar eru til staðar.

Hvernig sérðu næstu 10 ár í þróun eyjanna?
Vonandi fjölgar þar fólki. Fjölmennt bæjarfélag er forsenda þess að fyrirtækin og rekstur þeirra blómstri, þannig verður til öflugt bæjarfélag sem getur boðið fólki upp á þá þjónustu sem það þarfnast og nauðsynleg er.

Sérðu fyrir þér á næstu árum að flytja til eyja?
Nei. Markaðurinn fyrir lögrfræðinga eða lögmenn er ekki stór í Eyjum. Miðstöð viðskiptalífsins á Íslandi er í Reykjavík og þar verð ég.

Gætirðu hugsað þér að stofna og reka fyrirtæki í Vestmanneyjum?
Nei. Ekki mínar tvíbökur.
  
Ef að Eyjamenn þyrftu að fjármagna göngin að hluta til, myndirðu kaupa hlutafé í göngunum ?
Ef tryggt yrði að ég fengi arð af þeim innan tíu ára.

Eitthvað að lokum ?
Áfram Þór!

 

Facebook
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
14. tbl. 2024
14. tbl. 2024

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

IMG 2234 800x800
28. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Helen Dögg Karlsdóttir og Gísli Ingi Gunnarsson

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst