Á morgun föstudag er síðasti heimaleikur sumarsins hjá meistaraflokki ÍBV en það eru Fjölnismenn sem koma í heimsókna til eyja og leika liðin á Hásteinsvelli klukkan 17:15.
Fyrr um daginn eða klukkan 15:00 er lokahóf yngri flokka ÍBV í knattspyrnu í Íþróttamiðstöðinni. Eftir lokahófið mun svo Þorkell Sigurjónsson taka fyrstu skóflustunguna að nýju knattspyrnuhúsi.
ÍBV á enn möguleika að komast upp í úrvalsdeild og verða þeir að sigra Fjölni á morgun og vona að Reynir Sandgerði sigri Þrótt. Mikilvægt er að eyjamenn fjölmenni á völlinn á morgun og ætla Glitnir og Fasteign að bjóða frítt á völlinn.
Styðjum strákana í þeirra síðasta heimaleik sumarsins.
ÁFRAM ÍBV
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst