Bæjarstjórn Vestmannaeyja býður fyrirmynd að viðræðugrundvelli
28. september, 2007

EF KVÓTASKERÐING stjórnvalda á þorski samkvæmt tillögum Hafrannsóknastofnunar gengur eftir í þrjú ár eins og ætlað er a.m.k. þá nemur skerðing tekna og efnahagsleg áhrif um 10 milljörðum króna aðeins Vestmannaeyjum, þessari stærstu verstöð landsbyggðarinnar. Bæjarstjórn Vestmannaeyja brást skjótt við og lét vinna mjög faglega úttekt á áhrifum skerðingarinnar og bauð síðan upp á viðræður við stjórnvöld til þess að flýta því að gripið yrði til mótvægisaðgerða og óvissa lágmörkuð. Bæjarstjórnin sendi mjög greinargóðar tillögur og hugmyndir til að vinna úr í slíkum viðræðum og þær voru síður en svo kröfuharðar.

Metnaðarfullar og bráðsnjallar hugmyndir
   Þessar hugmyndir sem Elliði Vignisson bæjarstjóri kynnti vörðuðu Hafrannsóknastofnun, eflingu Matís ohf. í Eyjum, eflingu Fiskistofu í Eyjum, og uppbyggingu Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands í Vestmannaeyjum. Einnig uppbyggingu þróunarseturs fyrir stafræna framleiðslutækni með tilliti til nýsköpunar í Vestmannaeyjum,uppbyggingu stofnunar Sæmundar fróða í Vestmannaeyjum, rannsókna- og fræðslustofnun um hvaðeina sem lýtur að sjálfbærri þróun og eflingu þverfræðilegs samstarfs og rannsókna innan Háskóla Íslands. Bæjarstjórn vakti athygli á því að Vestmannaeyjar sem stærsti útvegsbær á Íslandi hefur 30% hlutfall íbúa á bak við hvert opinbert starf í Vestmannaeyjum miðað við 14,6% á höfuðborgarsvæðinu. Þarna vilja bæjarstjórnarmenn hnykkja á með réttu.
Bæjarstjórn vill byggja upp miðstöð þorskrannsókna í Vestmannaeyjum í tengslum við rannsókna- og fræðasetur Háskóla Íslands í Vestmannaeyjum og veglegur vísir að þessu starfi er á siglingu til árangurs í samvinnu við Háskóla Íslands, Útvegsbændafélag Vestmannaeyja, Vestmannaeyjabæ og Stjörnu-Odda.

Bygging stórskipaaðstöðu getur ekki beðið
   
Þá vill bæjarstjórn hefja nú þegar uppbyggingu stórskipahafnar í Eyjum, og enduruppbyggingu upptökumannvirkja sem urðu óvirk á síðasta ári þegar skipalyftan brotnaði með skip í sleða. Varðandi stórskipaaðstöðu liggur fyrir að næsta kynslóð flutningaskipa getur ekki nýtt sér þá hafnaraðstöðu sem er í Eyjum og slíkt gengur auðvitað ekki í stærstu verstöð landsins. Ríkisstjórn hefur tekið ákvörðun um að byggja Bakkafjöruhöfn og nýjan Herjólf en eftir stendur að uppfylla mjög afgerandi kosningaloforð um að ljúka forrannsóknum á jarðgangaleiðinni milli lands og Eyja. Fjármálaráðherra, 1. þingamaður Suðurkjördæmis, lofaði fyrir síðustu kosningar að þessu verkefni skyldi lokið, sama gerði núverandi viðskiptaráðherra, svo það er engin ástæða til þess að ætla að fjármálaráðherra hafi ekki forgang um efna loforðið og ljúka þessu verkefni til þess að eyða m.a. endalausri óvissu og kveða niður raddir um stórhættu í Vestmannaeyjum vegna mikillar eldvirknihættu. Kostnað má áætla um 60 milljónir króna. Þá vill bæjarstjórn efla framhaldsskólann í Vestmannaeyjum til muna á góðum grunni hans, og auk þess má nefna eflingu sýslumannsembættis sem gefur ýmsa möguleika, sérhæfingu Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja, verðbætur í menningarog náttúrufræðihúsi, að bæta við þriðju áætlunarferðinni í flugi og síðast en ekki síst bendir bæjarstjórn Vestmannaeyja á mikilvægi þess að koma til aðstoðar einstökum útgerðum í endurmati á rekstrarforsendum við breyttar aðstæður. Þá telur bæjarstjórn brýna nauðsyn að leggja af byggðakvóta, línuívilnun og skerðing vegna samdráttar í rækju- og skelveiðum verði með öllu aflögð auk þess að veiðileyfagjaldið verði með öllu aflagt og til vara að gjaldið renni í viðkomandi sjóði sveitarfélaga til þess að mæta gríðarlegri tekjuskerðingu.
Þá hefur bæjarstjórn Vestmannaeyja fjallað um tekjuskiptingu ríkis og sveitarfélaga, fjármagnstekjuskatt og ýmis fleiri atriði.

   Grundvallaratriðið er auðvitað að stjórnvöld ræði þessi mál við sveitarfélög landsins. Engar mótvægisaðgerðir eru í raun marktækar áður en til slíkra viðræðna kemur. Fyrst þarf að velja verkefnin, áætla kostnað og forgangsraða, síðan taka af skarið. Vandinn er stór, en verkið þarf að vinna. Þessa vinnu væri hægt að vinna í stærstu dráttum á 6-8 vikum með festu og drifkrafti yfir landið allt með því að nýta stjórnmálamenn frá
Alþingi og sveitarfélögunum til fulls.

Höfundur er alþingismaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi.

 

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
Forsida 2tbl 2025
2. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst