Undanfarin 12 ár hefur verið gerð könnun á notkun öryggisbúnaðar barna í bílum við leikskóla víða um land. Könnunin var gerð í apríl og mars í vor við 58 leikskóla í 32 sveitarfélögum og var framkvæmdin í höndum Umferðarstofu, Slysavarnarfélagsins Landsbjörgu og Sjóvá-Forvarnarhúsi.
Könnunin gekk út á að athuga hvort börn á leikskólaaldri eru með fullnægjandi öryggisbúnað, þ.e. í bílstól eða á bílapúði, í öryggisbelti eingöngu eða alveg laus.
Það er skemmst frá því að segja að Kirkjugerði var í 25.sæti af 58 leikskólum og Vestmannaeyjar í 10.sæti af 32 sveitarfélögum.
Ekkert barn í Vestmannaeyjum á leikskólaaldri var laust í bíl þessa umræddu daga sem könnunin var gerð, 12% voru eingöngu í bílbeltum en 88% foreldra voru með börn sín í fullnægjandi öryggisbúnaði.
Foreldrar og aðrir mega vera stolt af þessari útkomu, en betur má ef duga skal og við setjum markið á að öll börn verði í bílstólum/á bílpúða með beltin rétt spennt í næstu könunn.
Þegar þessi könnun var fyrst gerð fyrir réttum 12 árum síðan voru 32% barna laus í bílum. Í dag, 2007, voru 4% barna laus í bílum, þannig að árangurinn er viðunandi.
Árið 2007 voru börn við 5 leikskóla með 100% réttan öryggisbúnað og í einu sveitarfélagi.
Guðrún Helga Bjarnadóttir
Leikskólafulltrúi
Heimildir:
Umferðarstofa, Slysavarnarfélagið Landsbjörg, Sjóvá-Forvarnarhúsið 24.sept. 2007
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst