Alþingi hefur tekið til starfa að nýju eftir stutt sumarþing og nú fá nýkjörnir þingmenn að láta ljós sitt skína. Staða suðurkjördæmis er sterkari nú en hún var fyrir síðustu kosningar þegar kjördæmis hafði einungis einn ráðherra í ríkisstjórn. Nú eru tveir ráðherrar úr kjördæminu og sex þingmenn kjördæmisins teljast stjórnarþingmenn.
www.eyjar.net sendu nokkrar spurningar á þingmenn kjördæmisins um nýbyrjað þing og hvaða málefni þeir setja á oddinn tengdum Vestmannaeyjum.
Grétar Mar Jónsson þingmaður Frjálslyndaflokksins var fyrstur til að sva
Nú eru alþingismenn ný sestir í þingsal eftir sumarleyfi, hvaða þingmál verða mest áberandi á þessu þingi sem nú er að hefjast?
-Að mínu mati verða auðlindarmál til sjós og lands. Fiskveiðikerfið, samgöngumál, velferðarmál og innflytjendamál.
Eru einhver mál sem þú ætlar að beita þér sérstaklega í á komandi þingi?
-Sjávarútvegsmál, hafrannsóknir og samgöngumál.
Má búast við einhverjum tillögum frá þér sem tengjast Vestmannaeyjum beint?
-Hafnargerð í Bakkafjöru og allt varðandi sjávarútveg.
Ertu sáttur við mótvægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar er lúta að Vestmannaeyjum?
-Ég er ósáttur við mótvægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar, tel að fólkið sem þarf á aðgerðum að halda fái þær ekki, heldur allt aðrir svo sem verktakar og ýmsir fræðingar. Fiskvinnslufólk og sjómenn eru algjörlega afskipt. Ef allur fiskur færi á fiskmarkað þá mundu laun sjómanna hækka, tekjur sveitarfélaga hækka, hafnargjöld hækka, tekjuskattur hækka og fiskvinnslu án útgerðar fengju jafnan aðgang að auðlindinni.
Hvernig fannst þér tillögur bæjarráðs Vestmannaeyja um þær mótvægisaðgerðir er tengjast Vestmannaeyjum?
-Tillögur Vestmannaeyjinga (bæjarráðs) taka að mestu undir sjónarmiða stórútgerða, ekki hagsmuni heildarinnar.
Hver er afstaða þín til Bakkafjöru og frekari rannsókna á jarðgöngum milli lands og eyja?
-Ég undirritaður vill klára rannsóknir á jarðgöngum til Eyja. Ég mun beita mér -fyrir því að fá peninga í þessar rannsóknir, vonandi með öllum öðrum þingmönnum Suðurkjördæmis, því þó sumir haldi að göng séu of dýr í dag þá geta aðstæður verið breyttar á morgun, tækniframfarir og aukin þekking koma þar til.
Höfn í Bakkafjöru tel ég vera alltof mikla áhættu af mörgum ástæðum sem ég hef áður bent á. Bestu lausn í samgöngumálum Eyjanna að ég tel er að fá hraðskreiðari og stærri ferju sem gengur til Þorlákshafnar 2-3 ferðir á dag.
Grétar Mar Jónsson
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst