Fyrir síðustu jól var í Hvítasunnukirkjunni í Vestmannaeyjum frábær kvöldskemmtun sem að seint gleymist hjá þeim gestum er fóru og hlýddu á þann söng og boðskap er það var í boði. Það voru þau Óskar Sigurðsson og Lauga kona hans ásamt Kaffihúsakórnum sem bátu hitan og þungan af þeirri kvöldskemmtun.
Núna á að taka sama prógram upp og gefa út á geisladisk fyrir jólin og áætlar Óskar að diskurinn komi út um miðjan nóvember. Upptökur á söng Kaffihúsakórsins fóru fram um helgina í Akóges og er það Jóhann Ásmundsson bassaleikar Mezzoforte sem stýrir upptökum.
Á disknum muni Sæþór Vídó, Þórarinn Ólason, Lauga, Margrét Hjálmarsdóttir og fleiri syngja einsöng.
Hljóðfæraleikarar eru m.a. Óskar Einarsson píanó, Brynjólfur Snorrason trommur og Jóhann Ásmundsson Bassa.
Þetta er frábært framtak hjá þeim sem standa að þessu og verður gaman að heyra útkomuna.
Ljósmyndir frá upptökunum hjá Kaffihúsakórnum eru að finna hér
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst