Nú eru svokallaðir stofnfjáreigendur Sparisjóðs okkar Vestmannaeyinga búnir að koma málum þannig fyrir að þau geta selt hlut sinn. Þetta gerðu þau með því að breyta reglum um Sparisjóð okkar Vestmannaeyinga. Nú getur hver einstaklingur selt sinn hlut fyrir 40.000.000 kr.
Ég hef verið að hugsa um það hvernig þessu fólki líði þegar það tekur við peningunum. Hugsar það “Þetta átti ég skilið”.
Allir sem þarna eru borguðu lítið sem ekkert fyrir hlut sinn og það bauðst ekki öllum að verða stofnfjáreigendur.
Þarna eru margir sem ég get vel unað því að verða ofboðslega ríkir. En það sem mér finnst hlægilegt er að þarna eru líka menn sem hafa verið stóryrtir gagnvart öðrum sem hafa hagnast í lífinu.
Magnús Bragason bloggar á maggibraga.blog.is.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst