Þessa súpu bjó ég til um daginn þegar ekkert var til í ískápnum og búðirnar hérna í Salzburg að lokaðar. Þessar aðstæður eru einmitt mitt uppáhald, þá get ég látið “meistarakokkinn” í mér blómstra. Ég náði þetta kvöld að búa til frábæra súpu sem smakkaðist vel og yljaði vel enda í sterkara lagi.
Hérna er uppskriftin:
1.msk ólífuolía
2 msk curry paste betra er að byrja á að setja lítið í einu og bæta síðan við til að ef að hún á að vera sterkari.
4 gulrætur
1 laukur
1 dós kókosmjólk
2-3 grænmetisteningar
5 dl vatn.
Góðar eggja núðlur
Byrjið á að hita curry paste í olíu. Steikið síðan laukinn og gulrótina upp úr curry paste-inu og olíu. Látið síðan vatn og kókosmjólkina út í ásamt grænmetisteningunum og látið sjóða í 10-15 mín á vægum hita. Setjið svo núðlurnar út í og leyfið þeim eldast í 5 mínútur.
Einnig má setja kjúkling í þessa uppskrift til að stækka máltíðina.
Verði ykkur að góðu
Kjartan Vídó
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst