Í vetur munu vikulega birtast á vefsíðunni www.ibvfan.is leikmannakynning á leikmönnum ÍBV í handbolta. www.ibvfan.is og www.eyjar.net hafa gert með sér samkomulag að fylgja strákunum í handboltanum eftir í vetur og reyna fylgjast vel með því sem þeir eru að gera.
Fyrsta leikmannakynningin er við Sigurð Bragason fyrirliða ÍBV.
Nafn ?
Sigurður Bragason
Aldur ?
Rúmlega 20 eitthvað um 30
Fæðingastaður ?
Paradís!!!
Uppáhalds litur ?
Blár (Þórsliturinn)
Foreldrar ?
Bragi Steingríms og Sirrý Magg
Giftur/kærasta ?
Hún heitir Elísa hans Sigga Ella og Sigrúnar (sem varð nú næstum forseti Íslands)
Starf ?
Er þjónustustjóri hjá Sjóvá
Áhugamál ?
Fiskveiðar enda menntaður skipsstjóri.
Hvenær byrjaðir þú að æfa handbolta ?
Um 9 ára
Staða á vellinum ?
Er að upplagi miðjumaður, en er ótrúlega fjölhæfur.
Uppáhalds matur ?
Nautalund, góð piparsósa, bökuð kartefla og gott rauðvín… Þá er reyktur lundi einnig snilld.
Uppáhalds drykkur ?
Mjólk og kaldur mjöður.
Besta bíómynd sem þú hefur séð ?
Nýtt líf
Eldar þú?
Já þokkalega, en það verður að vera eitthvað “fansí”
Ertu liðtækur í eldhúsinu ?
Jájá, það er að koma… kann á uppvöskunarvélina
Uppáhalds lið í enska boltanum?
Arsenal á hug minn og hjarta.
Uppáhalds lið í Evrópu Handboltanum?
Lúbekke… enda er Birkir vinur minn að spila þar.
Ef þú ættir 50.000.000 kr hvað mundir þú gera við þær ?
Kaupa kvóta fyrir 20 millur. Helluleggja innkeyrsluna mína (700.000), Smíða alvöru sólpall fyrir aftan hús og setja pott (2 millur), græja bílskúrinn mjög flott (2 millur) Gefa svona 5 millur (bræður, vini osfr), bjóða frúnni í gott mánaðar frí (siglingu um karabíska með stoppum á þessum eyjum) 2 millur, Kaupa rosalegar rakettur næstu áramót 2, 5 millur. Halda gott partý til þess að fagna þessum 50.millum (bjóða 100 manns og vera með hljómsveit- helst Red hot Chilly) 10. millur. Gefa handboltaráði 1,8 millur. Kaupa málverk í stofuna (helst frá Bjarna) 500 .þús. Kaupa mér föt fyrir svona millu og auðvitað konan líka fyrir svona 40 þús (ath þetta eru mínir peningar)… svo myndi ég bara geyma restina inni á bankabók…….já og sláttuvél!!!
Besti leikmaður sem þú hefur spilað með ?
Vá erfið spurning, Tite og Róland voru hrikalegir.
Hver er brandarakallin í liðinu ?
Þeir eru nokkrir, verð að segja Kolbeinn, Grétar Eyþórs á sín móment… svo er Óttar auðvitað rosalega asnalegur og maður getur hlegið lengi af honum (sérstaklega þegar hann grenjar þegar ég er búin að vinna hann í einhverju, sem gerist verulega oft)
Ef þú gætir komist í atvinnumanna deildina úti hvaða lið mundirðu vilja spila fyrir ? Veistu að ég nenni ómögulega út… er mjög sáttur hér á skerinu fagra.
Besti leikmaður í Íslenskum handbolta ?
Óttar Steingrímsson – munið þetta nafn
Lýstu þjálfaranum ?
Grannur, krullhærður fyndinn kall. Sem talar ótrúlega skemmtilega íslensku
Ertu með einhverja hjátrú varðandi þegar þú ert að spila ?
Já spila alltaf með annað augað opið.
Fyndið atvik úr ferðum með handboltaliðinu ?
Það var þegar Grétar þurfti að byðja alla leikmenn liðsins afsökunar á athæfi sínu – nokkrum sinnum í sömu ferðinni…. ótrúlega fyndið sko… svolítið löng saga en alveg svakalegt sko.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst