Súpa ala Lækur
19. október, 2007

Í dag birtum við uppskrift sem að barst á tölvupóstinn eyjar@eyjar.net frá lesenda okkar. Það var Sverrir Júlíusson sem sendi okkur þessa uppskrift af súpu en uppskriftina fékk hann frá tengdó eins og hann orðaði það.

Ef að þú hefur einhverja góða uppskrift þá endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net

Verði ykkur að góður.

Þessi er geggjuð fyrir þá sem eru matgæðingar miklir.
Súpan verður betri ef hún er látin standa í 1 sólahring en ég mæli með henni alla leið.

4-6 Kjúklingabringur steiktar í olíu í potti
3 Laukar stór skornir
2-3 Hvítlauksrif söxuð
1,5 tsk Chili duft
0,5 tsk koríander
0,5 tsk chayenepippar
1 msk whorchester sósa

Allt þetta er steikt í olíunni í pottinum

5dl kjúklingasoð (2kjúklingatenningar)
5dl Kjötsoð (2 teningar kjötkraftur)
1 flaska Granini tómatar/gulrótadjús
2 dósir ókryddaðir tómatar látið út í pottinn síðast af öllu

Þetta er látið malla í 1 til 3 tíma eftir því hvað liðið er rólegt í tíðinni.  Vatni er bætt út í eftir smekk

Borið fram með rifnum osti, sýrðum rjóma,
Guacamolesósu með muldum nacosflögum og brauði

Þetta er svakalega gott
Sverrir Júlíusson 

Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst