Svör til sóma konu
20. október, 2007

Að öllu jöfnu lít ég ekki á það sem skildu mína að svara spurningum sem til mín er beint hér í gegnum bloggsíðuna enda henni haldið úti mér til dundurs en ekki sem hluti af starfi mínu.  Það eru allir velkomnir til skrafs og ráðgerða á skrifstofu mína ef það á erindi við mig sem bæjarstjóra og hvet ég fólk til að bóka tíma ef það á slík erindi við mig.  Hinsvegar ætla ég að gera sjálfsagða undantekningu vegna Hönnu Birnu vinkonu minnar og frambjóðanda frjálslyndra enda hún mikil sóma kona.

Hún spyr:
Hver er aðkoma  bæjarstjórnar Vestmannaeyja  í þessu máli?

Aðkoma Vestmannaeyjabæjar er náttúrulega sem fulltrúi stærsta hagsmunaaðilans í þessu öllu það er að segja Eyjamanna.  Bæjarstjórn öll á í stöðugum samskiptum við fulltrúa ríkisvaldsins bæði formlega og óformlega.  Þannig hafa bæði meiri og minni hluti rætt við sína fulltrúa og gert þeim grein fyrir sínum áherslum.  Formleg aðkoma er náttúrulega í gegnum fundi bæjarstjórnar og bæjarráð sem fer með samgöngu mál.  Þar sitja Páley Borgþórsdóttir, Páll Scheving og Páll Marvin (ekki fjölbreytt nafna val).  Þá eiga heimamenn tvo fulltrúa í stýrihóp vegna Bakkafjöru, þ.e.a.s. undirritaður og Róbert Marshall.  Góð samvinna og traust er milli okkar í þessari vinnu og ég get fullvissað alla um að það er fengur fyrir okkur að hafa Róbert þarna inni enda talar hann fyrir hönd ráðherra.  Haldnir hafa verið 14 fundir í stýrihópnum en við Róbert höfum aðeins setið 1 slíkan þar sem við erum ný komnir inn.

Það er mjög gott að segja í fréttaviðtali ” ég vil og ég óska” Hver er samningstaða bæjarstórnar  Vestmannaeyja í dag? Það kom ykkur ýmislegt á óvart?
Það er sennilega ekki rétt að tala um samningsstöðu í þessu máli því hún er í raun engin. Ríkið rekur samgöngur fyrir sína tekjustofna og fer því alfarið með stjórnina í þessu mál. Í raun er engin munur á þessu og td. rekstri sjúkrahúsa. Ríkið fer með ferðina en eðlilega taka þeir mið af óskum okkar og kröfum ef þær eru vel unnar og rökstuddar. Til marks um það hefur samgönguráðherra skipað tvo Eyjamenn í stýrihópinn til að rödd okkar heyrist og komist til skila. Ef ég yrði knúin svara um “samningsstöðu” þá verð ég að segja að hún er engin. Við getum engu hótað öðru en að ef ekki verður vel unnið þá veljum við nýja stjórnendur í næstu kosningum, þannig virkar fulltrúalýðræðið.

Hefur bæjarstjórn Vestmannaeyja  sett fram sínar kröfur? Ef svo er ekki, hvers vegna?  
Bæjarstjórn hefur ekki en gert það.  Það verður gert í næstu viku.  Ástæðan er sú að tíminn til að skila inn kröfugerð er heppilegur þá.  Það er í aðdraganda forvals og vel fyrir útboð.

Hver er aðkoma bæjarstjórnar  Ve., í Bakkafjöru ævintýrinu?
Hér erum við sammála eins og í svo mörgu.  Ef vel tekst til þá verður þetta ævintýri líkast og mér finnst þetta gott orðaval hjá þér.  Ég tel mig hinsvegar búinn að svara þessu.

Er krafa  um lágmarks  ferðatíðni  inn í samningi fyrirhugaðrar einkaferjunnar?  
Já við höfum sagt að við krefjumst allt að 8 ferðum á sólahring og meira á álagstímum.  Þetta verður svo ítrekað í kröfugerð bæjarstjórnar.

Ferja sem  eftir útboðgögnum á að vera í einkaeign. er það eðlilegt, boðlegt,sem framtíðarferðamáti Eyjabúa  að mati bæjarstjórnar Vestmannaeyja?
Bæjarstjórn fjallaði lítillega um þetta á seinasta bæjarstjórnarfundi. Miðað við þá umræðu sem þar fór fram þá sýnist mér á flestu að menn óttast kannski ekki mest að eignarhaldið verði á höndum einkaaðila heldur frekar að samningstíminn sé of langur. Herjólfur sá er nú siglir er í eigu ríkisins og mín skoðun er sú að ýmislegt megi betur fara í viðhaldi. Ég óttast ekki að viðhaldi eða rekstri sjálfs stálsins verði ekki í lagi í höndum einkaaðila. Í raun hefur mér fundist betur hugað að eigum einkaaðila en opinberra og sjálfsagt á hið sama við um ferjur. Hinsvegar má færa rök fyrir því að með eignarhaldi sé viðkomandi rekstraraðili með töglin og halgdirnar því ef þeim verður sagt upp rekstrarsamningi þá taka þeir skipið með sér. Við gjöldum einnig varhug við of löngum samningstíma. Sjálfur tel ég líklegt að “vinir” mínir í ESA hafi athugasemdir um ríkisstyrktan samning til 15 ára. Við viljum einnig tryggja í bak og fyrir að uppsagnarákvæði séu bæði mörg og skýr.

Er einkarekstur ferjunar það sem ykkur hugnast?
Sjá svar hér að ofan

Hvert er  ykkar álit á auglýsingu Siglingamálastofnunar vegna framtíðarsamgöngumála Eyjanna  án samráðs við  bæjarstjórn Vestmannaeyja?
Ég hef áður svarað þessu á þann hátt að fyrst og fremst fögnum við því að málið sé komið það langt að hægt sé að ráðast í forval.  Þá er það rangt hjá þér að fullt samráð hafi ekki verið haft við fulltrúa Vestmannaeyjabæjar um auglýsinguna.  Við vissum af auglýsingunni þótt að það hafi komið okkur á óvart að jafnvel kæmi til greina að hafnarmannvirki yrðu í einkarekstri.  Við höfum þegar komið athugasemdum við það á framfæri og sagt að það kemur ekki til greina að okkar hálfu.  Við höfum þegar hafið undirbúning að stofnun rekstrarfélags með Rangárþingi Eystra og þar verðum við með 60% eignarhlutfall og okkar góðu nágranar með 40% eignarhlutfall.

Elliði Vignisson bloggar á http://ellidiv.blog.is

 

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
EF Forsida 18 Tbl
18. tbl. 2024

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson

NÝBURAR

IMG 2234 800x800
28. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Helen Dögg Karlsdóttir og Gísli Ingi Gunnarsson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst