Ég tala um 2. tíma siglingtíma að öllu jöfnu á ferju frá Vestm. til Þorlákshafnar á sama hátt og talað er um 1/2 tíma siglingu ferju Vestm. til Bakkafjöru að öllu jöfnu í þokkalegu veðri á báðum leiðum það er sambærilegt. Annars skil eg ekki þessa umræðu um þessa styttingu á ferðatíma áhangendur Bakkafjöru sjá ekki brimið við sandana eða sandrokið.
I mínum huga er aðal atriðið við bættar samgöngur til eyja, eins og samþykkt bæjarráðs Vestm. frá 24. júlí segir að nauðsynlegt sé að mannvirki í Bakkafjöruhafnar verði þannig úr garði gerð að ekki verði meiri frátafir á siglingu Herjólfs í Bakkafjöru heldur en nú er á siglingu Herjólfs til Þorlákshafnar. Það verður ekki gert með tilraunaöfn, sem er byggð inni í brimgarðinum með 10 metra háum varnargörðum, heldur þurfa sjóvarnargarðarnir að ná út fyrir rifið 1500 metra langir hið minnsta og 20 metras háir til þess að von sé með ásættanlega litlar frátafir á ferðum ferjunnar. Sjóvarnargarðar af þeirri stærðargráðu kosta um 15 til 18 miljarði króna ( stýrihópur mars 07 )
GPS. mælingar eða aðrar sambærilegar á fjörunni væru gerðar til þess að mæla hreyfingu á fjörunni á sandburðinum sem er gríðarlegur og er ótrúlegt hvað fjaran breytist frá viku til viku það er bara ekki von að þeir sem hafa ekki séð það trúi því. Bara það að bergvatnsárnar lokast uppi segir síns sögu um sandburðinn. Eg er hræddur um að mikill sandur færi inn í höfnina í því brimi sem árnar lokast uppi. Þetta vil eg láta rannsaka með GPS. mælimgum í 3 til 5 ár áður ákvörðun yrði tekin um svo mikilvæg mál eins og ráðast í byggingu hafnar inni í brimgarðinum.
Ekki meir að sinni.
Gisli Jonasson
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst