Mjög krefjandi starf að taka við liði sem enginn þekkti og byggja það upp alveg frá núlli.
23. október, 2007

ÍBV í körfubolta hefur náð frábærum árangri í byrjun þessa tímabils og er greinilegt að mikill metnaður er hjá þeim er standa að körfuboltanum í eyjum. Fyrir tímabilið 2005 var Björn Einarsson ráðinn sem þjálfari allra flokka ÍBV í körfubolta og hefur hann náð að byggja um frábært yngriflokka starf sem eftir á að skila sér í framtíðinni.
Í dag er í fyrsta skiptið lið frá ÍBV í körfubolta að spila í A riðli en 9.flokkur ÍBV náði þessum árangri um síðustu helgi.

www.eyjar.net sendu nokkrar spurningar á Björn og má lesa svör hans hér fyrir neðan:

Nú ertu að byrja þitt þriðja tímabil sem þjálfari ÍBV, hvað varð til þess að þú fluttir til eyja og gerðist þjálfari í körfubolta?
Mjög krefjandi starf að taka við liði sem enginn þekkti og byggja það upp alveg frá núlli. Það er bara alvöru að eiga þátt í því að kenna einhverjum hvernig á að spila alvöru körfubolta og eitthvað sem ég fíla í botn og í rauninni mun skemmtilegra en að taka við toppliði. – Byrjaði að einhverju viti með unglinga og meistaraflokk kvenna ÍA árið 1999 en var búinn að vera viðloðinn þetta frá unga aldri. Bróðir minn er þjálfari og ætli áhuginn hafi ekki komið þaðan þegar ég var krakki, enda horfði ég oft á æfingar hjá hans flokkum á yngri árum. Svo er ég líka bara svo ákveðinn (einhver myndi segja frekur) og metnaðargjarn að það kannski kom mér í þetta til að byrja með.
 
Hvernig hefur þér liðið í eyjum frá því að þú fluttir hingað?
Ég er hérna ennþá þannig að ég tippa á að mér líði ágætlega hérna. Var tekið vel á móti manni þegar ég var nýkominn og hef ég kynnst mörgu góðu fólki. Áhuginn alltaf að vera meiri og meiri á körfunni í eyjum og krakkarnir eru bara svo hressir og duglegir sem ég þjálfa að það gerir þetta skemmtilegra. Væri samt betra að foreldrar fylgdust betur með krökkunum sínum og okkar starfi en það hefur vantað finnst mér. Hef nóg að gera enda með 6 flokka og ekki skemmir fyrir að ég á yndislega kærustu sem heitir Sædís Eva sem er héðan en við kynntumst fyrir tæpu ári síðan. Þannig að ég myndi segja að mér líður ágætlega í Vestmannaeyjum.
 
Eru miklar breytingar á liði MFL í vetur?
Nei í rauninni ekki. Tveir leikmenn sem voru “nýjir” í fyrra en spiluðu örfáa leiki eru farnir í önnur lið. Erum búnir að fá 2 leikmenn sem búa hér núna og munu þeir vonandi hjálpa liðinu eitthvað. Annars er leikmannahópurinn svipaður og í fyrra og hugsa ég að við náum jafnvel að manna liðið betur í hverjum leik þetta ár.
 
Hvert er markmið MFL í vetur?
Taka einn leik fyrir í einu og gera sitt besta hverju sinni. Ætlum okkur að komast í úrslitakeppnina og svo verður bara að koma í ljós hvort við eigum heima í 1.deild eða ekki. Verðum að hafa alla leikmenn með í allan vetur til að klára þetta verkefni annars er ekkert vit í að fara upp um deild.
 
Nú æfir MFL bæði í eyjum og á höfuðborgarsvæðinu, kemur þetta mikið niður á liðinu?
Já heldur betur. Ef ég væri með allan leikmannahópinn í eyjum þá væri þetta allt annar pakki. Liðið væri töluvert betra, værum mun skipulagðari í öllum okkar aðgerðum inná vellinum. Leikmenn væru í mun betra formi ef þeir væru allir á æfingum hérna enda kemst enginn upp með neitt væl hér á meðan þeir sem eru í bænum hafa yfirleitt sparað sig og verið duglegir að heimsækja McDonalds. Sóknarleikurinn er bara eins og í ekta 2.deildar bolta en ég vil frekar spila agaðan sóknarleik, vera með nokkur kerfi í gangi og spila alvöru vörn. En á meðan við æfum ekki saman allir þá getur þetta verið mjög erfitt, tala nú ekki um að það vantar alltaf nokkra leikmenn í hvern einasta leik eins og gerðist oft á tíðum í fyrra. Virðist þetta samt líta betur út núna því leikjaplanið hefur breyst og eigum við nokkra leiki á höfuðborgarsvæðinu í vetur. Værum komnir í 1.deild ef fleiri leikmenn æfðu hér í eyjum. En svo er líka enginn tilgangur að fara í 1.deild strax á meðan svona fáir eru hér og eru margir upprennandi leikmann að koma upp úr yngri flokka starfseminni í Mfl og munu þeir bera upp liðið næstu árin.

Nú virðist yngri flokka starfið vera í miklum blóma, hvað eru margir flokkar að æfa og hvað eru margir iðkenndur? Það er í miklum blóma enda er einn leikmaður hjá mér í 9.flokk kallaður Blómi. En svona án grins að þá eru fimm yngri flokkar og 6 flokkar alls með Meistaraflokknum. Iðkendum hefur fjölgað verulega síðustu 2 árin og bara í yngri flokkunum eru hátt í 70 krakkar að æfa.
 
Er búið að marka einhverja stefnu og markmið með þjálfun yngri flokkana?
Ég kom með markmið strax á fyrsta degi þegar ég kom til eyja 6.sept 2005 en þau voru skýr. Vera með einn flokk í topp 4 á landinu og berjast um Íslandsmeistaratitilinn á þriðja árinu en þetta fannst mörgum óraunhæft og hló fólk að mér fyrir sunnan. Erum við á góðri leið með að ná því strax og ekki bara í einum flokki heldur 3. Ef maður hefur engin markmið og engan metnað þá er enginn tilgangur að vera eyða tímanum í þetta. Allir verða leggja sig fram, mæta vel á æfingar, æfa markvisst og vera á tánum allan tímann. Aðalatriðið er að geta byggt upp sterkt meistaraflokkslið eftir 2-3 ár og þessir ungu leikmenn sem eru núna að æfa beri uppi liðið og komi okkur í fremstu röð.
 
Alexender Jarl var valinn í undirbúniningshóp fyrir landslið í körfu, eru fleiri strákar að banka á landsliðsdyrnar?
Já Alex var í úrtaki fyrir 1993 árganginn og það voru einnig 3 valdir í 1992 árganginn. Kristján Tómasson sem er þegar farinn að spila stórt hlutverk í meistaraflokknum, Ólafur Sigurðsson og Teitur Guðbjörnsson. Svo eru margir aðrir sem eiga heima í þessum úrtökum eins og Hlynur Andrésson, Jóhann Rafnsson, Elvar Geir Geirsson og Tómas Orri Tómasson t.d. Svo eru nokkrir öflugir í 8.flokki og ef við eigum að fara ræða um Minniboltann þá gæti ég talið upp mörg nöfn þar en landsliðið í þeirra aldri er bara ekki valið fyrr en eftir 3 ár! Þannig að það eru mjög spennandi tímar framundan hjá þeim.

Er einhverjar breytingar sem þú vilt sjá hjá bænum varðandi aðbúnað eða aðstöðuna fyrir körfuboltann?
Það er alveg heill hellingur sem ég gæti talað um. Já ég myndi fyrst og fremst vilja fá parket í gamla salinn. Meiðslatíðnin yrði mun minni og er búið að rannsaka það! Fleiri leikmenn myndu geta æft 100% en útaf þessu gólfi eru margir að meiðast í bakinu, ökklanum og hnjánum en þetta er t.d. aðalástæðan sem ég get sjálfur varla æft og eru margir hjartanlega sammála mér með þetta. Gólfefnið í gamla sal er alveg til skammar og eru komnar margar sprungur og holur út um allt. Átti að vera búið að skipta um gólf fyrir 15-20 árum en einhverra hluta vegna var það látið sitja á hakanum!

Núna er til nægur peningur hjá bænum og heimta ég að það verði látið parket í gamla salinn en ég er á þeirri skoðun að nýr dúkur er alls ekki að fara gera sig. – Svo vil ég sjá nýjar körfur við grunnskólana en aðstæður til körfuknattleiksiðkunar þar eru ekki boðlegar og sýnir að það hefur áður fyrr einungis verið hugsað um knattspyrnu hér í eyjum og ekki borið tillit til þeirra aðila sem stunda aðrar íþróttir. Fullt af góðum fólboltavöllum og meira segja 2 myndarlegir gervigrasvellir. Á meðan eru örfáir körfuboltavellir og körfurnar eru ekki uppá marka fiskana.

Skora á lesendur að kynna sér þetta við Barnaskólann og einnig að sjá þessar “allar” 2 körfurnar sem eru við Hamarskólann. – Svo að lokum að þá erum við í körfunni með alltof fáa æfingatíma í íþróttahúsinu! Hvað þá miðað við önnur lið á landinu, t.d. er Keflavík að æfa 5x í viku í 9.flokk og alls í 7 klukkustundir á viku en á meðan erum við með 4 æfingar og þar af eru 3 æfingar saman með öðrum flokk og aðeins í 4 klukkutíma og 15 mínútur! Þetta er náttúrulega fáránlegt þannig að ég er allt annað en sáttur við það. Ég er á því að við værum jafnvel komin enn lengra ef við myndum ná að æfa eins og flest önnur topplið. En þetta ætti nú að breytast þegar hið margumrædda knattspyrnuhús verður tekið til notkunar. Eða er það ?

 

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
Forsida EF 3 Tbl 25
3. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
viðburðir
Vsv Logo Blue Vsv
29. apríl 2025
17:00
Aðalfundur Vinnslustöðvarinnar
Aðalfundur ÍBV Íþróttafélags
29. apríl 2025
17:00
Aðalfundur ÍBV Íþróttafélags
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst