Á tölvupóstinn eyjar@eyjar.net barst þessi uppskrift að úrbeinuðu lambalæri en sendandi titlar sig sem áhugakokk.
Ég prufaði þessa í vikuni og fanst þetta alger snild og er þetta geggjað með góðu hvítvíni eins og ( Chateau Malagar Moelleux ) sem fæst í Heiðrúnu eða sérpantað fyrir vestmannaeyjar en þetta er snild í sunnudagsmatinn eða bara þegar góða veislu gera skal.
með kveðju Áhugakokkur
Fyllt lambalæri
1 meðalstórt lambalæri
úrbeinað
fylling
½ dós sveppir
1 stór laukur
6-8 sn. beikon
½ tsk. sítrónupipar
1 sítróna
½ tsk. aromat-krydd
salt og pipar
Fylling:
Rífið börkinn utan af sítrónunni, saxið beikonið, laukinn og sveppina. Steikið beikonið uns það er nærri stökkt og bætið þá lauknum út í og steikið með smá stund. Bætið þá sveppunum saman við og kreistið sítrónusafann yfir. Hellið helmingnum af sveppasafanum smá saman saman við. Takið af hitanum og kryddið með sítrónupiparnum, aromatinu og bætið sítrónuberkinum saman við. Kælið fyllinguna. Setjið fyllinguna innan í lærið og vefjið það með rúllupylsugarni, en ekki mjög þétt. Geymið kjötið í 1-2 tíma fyrir steikingu. Hitið ofninn í 200°C. kryddið kjötið að utan með salti og pipar, og steikið í 55-60 mín. Best er að nota sem minnst steikarílát, svo að safinn sem rennur frá kjötinu brenni ekki. Borið fram með sósu lagaðri úr soðinu( Má bæta smá rjóma við sósuna ), rjómakartöflum, blómkáli og rósinkáli.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst