Fyrir ekki svo löngu síðan setti eignarhaldsfélagið Fons sem er í eigu Pálma Haraldssonar sem er eigandi Skeljungs fyrirtækið í sölumeðferð hjá Glitni. Núna stendur yfir áreiðanleikakönnun á Skeljungi og er gert ráð fyrir því að henni muni ljúka á eftir þrjár til fjórar vikur.
Eftir að áreiðanleikakönnun á félaginu liggur fyrir munu núverandi eigendur Skeljungs setjast niður með mögulegum kaupendum. Samkvæmt viðskiptafréttum www.visir.is er mikill áhuga á Skeljungi og eru nefndir sem mögulegir kaupendur Björgúlfur Guðmundsson og Fjárfestingafélagið Gnúpur. Fjárfestingafélagið Gnúpur er í eigu Magnúsar Kristinssonar, Kristins Björnssonar fyrrverandi forstjóra Skeljungs og Þórðar Más Jóhannessonar fyrrverandi forstjóra Straums fjárfestingabanka.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst