Við í Slökkviliðinu heimsóttum leikskólana Sóla og Kirkjugerði og ræddum við elsta árganginn um eldvarnir í leikskólanum og á heimilum þeirra.
Höfðu krakkarnir mikið gagn og gaman af því að sjá slökkvuliðsbílinn og þann tækjabúnað sem slökkvuliðið notar.
Markmið verkefnisins er þríþætt:
1.Að tryggja að eldvarnir í leikskólunum verði ávallt eins og best verði á kosið.
2.Að veita elstu börnunum fyrstu fræðslu um eldvarnir og kynna fyrir þeim störf slökkviliðsmanna og búnað.
3.Að minna foreldra og forráðamenn barnanna á mikilvægi þess að hafa eldvarnir heimilsins í lagi og veita þeim leiðbeiningar um hvernig ná má því takmarki.
Eignarhaldsfélag Brunabótafélags Islands hafði veg og vanda að undirbúningi þessa verkefnis og þökkum við í Eyjum fyrir frábært framtak í öryggismálum.Okkur slökkviliðsmönnum fannst gaman að heimsækja börnin og ræða við þau um eldvarnir. Þau sýndu mikinn áhuga á verkefninu og öryggisbúnaði okkar og tækjum.
Myndir má sjá hér
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst