Kryddpeyjanum Helga Ólafssyni gengur illa að losna við aukakílóin sem hann hefur bætt á sig á skrifstofunni. Helgi byrjaði að vinna á skrifstofunni hjá Teknís í mars og hefur síðan háð harða baráttu við það sem hann hefur bætti á sig í hreyfingarleysinu framan við tölvuskjáinn.
Kryddpeyjarnir, Helgi, Borgþór Ásgeirsson, Þórir Ó, Sindri Freyr Ragnarsson og Daði Guð ætla að sitja fyrir á myndatöku fyrir undirfataframleiðandann Billy's Secret þegar þeir fara í Olsen-Olsen ferðina um heiminn síðar á þessu ári.
Heimildir breska tímaritsins Closer herma að Helgi sé miður sín yfir aukakílóunum en eðlilega hefur hann ekki náð fyrri vexti enda allnokkrir mánuðir síðan hann settist að í skrifstofustólnum. En það er víst ekki þannig að Helgi telji sig feitan heldur er málið að hinir Kryddpeyjarnir eru svo horaðir og hann ber sig saman við þá. Helgi notar fatnað í bresku stærðinni 17 en til að mynda er Sindri í stærð 13.
Til þess að reyna að nálgast stallbræður sína í fatastærð er Helgi kominn á kolvetnakúr og vonast til þess að hann skili árangri áður en fyrsta Olsen-Olsen mótið verður haldið þann 2. desember í Vancouver í Kanada.
Helgi Ólafsson bloggar á http://helgi.vinirketils.com
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst