Jónasar prófessorsembætti
15. nóvember, 2007
ÁRNI Johnsen hefur ásamt þingmönnum fjögurra flokka lagt fram þingsályktunartillögu þess efnis að Háskóli Íslands stofni prófessorsembætti kennt við Jónas Hallgrímsson með vörn og sókn fyrir íslenska tungu og ljóðrækt að meginmarkmiði.

„Um þessar mundir á íslensk tunga undir högg að sækja og rótgrónar stofnanir á Íslandi hafa meira að segja látið sér detta í hug að setja erlenda tungu í fremstu víglínu tungutaks Íslendinga við hlið íslenskunnar. Við slíku verður að sporna af lífs og sálar kröftum því sjálfstæði Íslands kann að vera í húfi,” segir í greinargerð þar sem Jónas er sagður sá maður sem hvað fegurst hefur ritað á íslenska tungu.

Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst