Margt var um manninn í kaffi í Ásgarði að deginum til en dagskráin var þéttskipuð. Árni Johnsen tók afmælissönginn og Arnar Sigurmundsson fór yfir sögu félaganna. Erla Eiríksdóttir Vídó var sæmd gullfálkamerkinu auk fimm fyrrverandi formanna félaganna þeirra Arnars Sigurmundssonar, Guðbjargar Matthíasdóttur, Guðjóns Hjörleifssonar, Magnús Jónassonar og Svanhildar Gísladóttur. Um kvöldið var slegið upp veislu þar sem Hörður Óskarsson og Jón Árni Ólafsson matreiddu nautalund og með því.
Myndir sem Gunnlaugur Grettisson sendi eyjar.net má sjá hér
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst