Ég hef mikið verið að velta fyrir mér þessari umræðu um kyn starfsheita, sérstaklega eftir tillögu Steinunnar Valdísar um að ný kvenkyns heiti verði fundin á ráðherraembættin. Ég vona að fólk geri sér nú örugglega grein fyrir því að þessi tillaga Steinunnar Valdísar snýst ekkert um neitt sem skiptir máli, annað en að tryggja henni sjálfri einhver atkvæði fólks sem finnst þetta skipta máli.Hún spilar auðvitað “kvennaspilinu”, talar sem kona til annarra kvenna og svoleiðis. Hún er sem sagt að fiska atkvæði kvenna. Er það ekki öllum ljóst? Vonandi.
Persónulega finnst mér algjörlega óþolandi að peningum og tíma okkar kjósenda / skattgreiðenda sé eytt í svona hluti sem skipta litlu sem engu máli. Allavega eiga þeir ekki erindi inn á Alþingi, sem ætti að einbeita sér að mikilvægari málum. Atvinnupólitíkusar, eins og Steinunn Valdís ætlar sér greinilega verða, eru líka að eyðileggja heilindi heiðvirðra stjórnmálamanna (athugið að ég nota endinguna “-manna”). Við þurfum fólk á þing sem starfar í pólitík af hugsjón. Stjórnmálamenn eiga að standa og falla með skoðunum sínum og hugsjónum. Ef fólkið er ekki sammála og vill eitthvað annað, þá kýs það bara einhvern annan. Vandamálið er að þetta hugsjónafólk er að hverfa af sjónarsviðinu og í stað þeirra eru að koma þessir blessuðu atvinnupólitíkusar sem gera allt til að halda djobbinu og allt til að veiða sem flest atkvæði. En þetta er annað mál en ég ætlaði mér að fjalla um hér og efni í heilan greinabálk sem ég skrifa bara síðar. Snúum okkur aftur að viðfangsefninu. Skiptir kyn starfsheita máli?
Sum starfsheiti eru í karlkyni og sum í kvenkyni. Ef einhverjum snillingnum tekst að finna flott heiti af báðum kynjum yfir öll störf skal ég taka hattinn ofan fyrir viðkomandi. Allt gott og blessað, enda skiptir þetta svo sem í flestum tilfellum engu máli. Ég hef alveg skilning á því að kvenkyns ráðherra vilji ekki vera -herra. Ef eitthvað annað og betra finnst þá er það bara frábært, sbr. þegar framkvæmdastjórinn varð framkvæmdastýra. Vel lukkað.
Ég las góða grein í Fréttablaðinu í dag, bakþankar á baksíðunni, sem að þessu sinni voru skrifaðir af Karen D. Kjartansdóttur. Fín grein og varpar ákveðnu ljósi á málið. Mér sýnist Karen vera sammála mér í meginatriðum, þó hún detti í smá kvennadramatík í lokin. Hún talar um að starfsheitinu “hjúkrunarkona” hafi verið breytt í “hjúkrunarfræðing”, þegar körlum fjölgaði í stéttinni. Vel lukkað. Karlar vilja væntanlega ekki vera í starfi þar sem beinlínis kemur fram að viðkomandi sé kona. Sama á væntanlega við um karla sem gerast ljósmæður. Við gætum kallað starfið “fæðingarfræðingur”, “móttakari” eða eitthvað svoleiðis. Nei bara mín hugmynd … Við tölum um flugfreyjur og flugþjóna. Vel lukkað.
Karen bendir líka á í grein sinni að þegar starfsheitunum er breytt verði þau í flestum tilfellum karlkyns, sbr. tillögum mínar hér að ofan, einnig sbr. hjúkkurnar. Í þessu er vandamálið falið. Það eru svo rosalega mörg starfsheiti og orð sem heita bara karlkyns nöfnum og erfitt væri að finna kvenkyns heiti fyrir þau. Ég nefni sem dæmi hin virðulegu starfsheiti “læknir” og “kennari”. “lækniskarl” eða “lækniskona” og “kennslukarl” eða “kennslukona” væri asnalegt, er það ekki?
Ég minni sérstaklega á að kynin heita ekki maður og kona, heldur karl og kona. Konur eru menn, Þó svo að orðið “maður” sé karlkyns. Svona er okkar ylhýra tungumál bara.
Önnur dæmi sem ég vil nefna, þó þau sé ekki starfsheiti, því þetta er miklu víðtækara mál heldur en svo að það nái bara yfir starfsheiti. “Svertingi”, “húmoristi”, “ökumaður”, “ferðalangur”, o.s.frv. Hvar ætla menn að draga línuna? Ég bara spyr …..
Ómar bloggar á http://omarsmara.bloggar.is
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst