Helstu verkefni lögreglu frá 26. nóvember til 3. desember 2007.
4. desember, 2007

Lögreglan hafði í mörg horn að líta í vikunni sem leið og var nóg að gera að kvöldi sl. fimmtudags og aðfaranótt sl.föstudags vegna óveðurs sem gekk yfir eyjarnar.  Alls var óskað 6 sinnum eftir aðstoð lögreglu á þessu tímabili vegna veðurofsans.

Töluverður fjöldi fólks var á ferðinni um helgina enda fyrsta helgin þar sem boðið er upp á jólahlaðborð.  Allar þessar samkomur fóru vel fram og þurfti lögreglan ekki að hafa nein afskipti af gestum þeirra staða sem buðu upp á jólahlaðborð.

 

 

 

Ein líkamsárás var kærð til lögreglu eftir helgina en hún átti sér stað í heimahúsi. Þurfti sá sem fyrir árásinni varð að leita til læknis þar sem sauma þurfti fimm spor til að loka skurði í andliti. Málið er í rannsókn.

Af umferðarmálum er það að frétta að alls voru þrjú umferðaróhöpp tilkynnt til lögreglunnar í vikunni sem leið en í öllum tilvikum var um minniháttar óhöpp að ræða og engin slys á fólki. Einn ökumaður var sektaður þar sem hann notaði ekki öryggisbelti við akstur bifreiðar sinnar.

 

 

 

 

Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst