Veðurstofan hefur sent frá sér viðvörun, en búist er við stormi sunnan- og vestantil á landinu seint í kvöld.
Gert er ráð fyrir suðlægri átt 5-10 m/s. Skúrir eða slydduél sunnan- og vestanlands, en annars yfirleitt þurrt og léttskýjað með köflum. Suðaustan 10-18 m/s suðvestan og vestanlands og dálítil rigning eftir hádegi. Vaxandi suðaustan átt í kvöld, 18-23 m/s sunnan og vestantil seint í kvöldt, rigning og víða hvassar vindhviður, en hægari vindur í öðrum landshlutum. Hiti víða 0 til 7 stig.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst